Íslenskur hryllingstryllir á Vestfjörðum vekur athygli í Tribeca Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 14:00 Myndin er sú fyrsta í leikstjórn Þórðar Pálssonar og vekur gríðarlega athygli í Tribeca. Fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar, hryllingsmyndin The Damned sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum hefur vakið athygli og sterk viðbrögð gagnrýnanda við heimsfrumsýningu á Tribeca kvikmyndahátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og fylgir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar en Variety gerir myndinni meðal annars skil. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Gagnrýnandi veftímaritsins Elements of Madness segir The Damned vera allt í senn eina fallegastu og trufluðustu mynd sem hann hefur séð í langan tíma, og einn af gimsteinum ársins á kvikmyndahátíðinni. Gagngrýnandi The Collider segir að erfitt verði að hrista myndina af sér, hún skeri áhorfandan inn að beini og hrósar bæði leikstjóranum og Eli Arinson kvikmyndatökumanni. Skjáskot úr myndinni. Tekin upp á Vestfjörðum síðasta vetur „Veturnir á Íslandi voru erfðir og fátækt mikil, en er hægt að réttlæta athafnir í nafni eigin velferðar?“ er haft eftir Þórði Pálssyni. Hann segir hugmyndina að sögunni megi rekja til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum, um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Odessa Young í hlutverki sínu í myndinni. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. Meðframleiðandi myndarinnar, Guðmundur Arnar Guðmundsson segir endurgreiðslukerfi menningar- og viðskiptaráðuneytisins hafa skipt sköpun og stuðningur Vestfirðinga og þá sérstaklega bæjarstjórar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar hafa verið ómetanlegan. Íslendingar eru í flestum lykilstörfum The Damned þrátt fyrir að leikarahópurinn sé erlendur að frátöldum Andrean Sigurgeirssyni listdansara og meðlimi Hatara. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar og geta Íslendingar átt von á að The Damned verði sýnd í kvikmyndahúsum landsins með haustinu, að því er segir í tilkynningunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Damned er sálfræðileg hryllingsmynd sem gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og fylgir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar en Variety gerir myndinni meðal annars skil. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, stendur Eva frammi fyrir erfiðu vali, á hún og vinnumenn hennar, að koma til bjargar eða forgangsraða eigin velferð. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um ómanneskjulega hefnd, takast Eva og vinnumenn hennar, á við afleiðingar gjörða sinna. Gagnrýnandi veftímaritsins Elements of Madness segir The Damned vera allt í senn eina fallegastu og trufluðustu mynd sem hann hefur séð í langan tíma, og einn af gimsteinum ársins á kvikmyndahátíðinni. Gagngrýnandi The Collider segir að erfitt verði að hrista myndina af sér, hún skeri áhorfandan inn að beini og hrósar bæði leikstjóranum og Eli Arinson kvikmyndatökumanni. Skjáskot úr myndinni. Tekin upp á Vestfjörðum síðasta vetur „Veturnir á Íslandi voru erfðir og fátækt mikil, en er hægt að réttlæta athafnir í nafni eigin velferðar?“ er haft eftir Þórði Pálssyni. Hann segir hugmyndina að sögunni megi rekja til draugasagna sem hann heyrði á uppvaxtarárum, um það hvernig heimamenn reyndu viljandi að láta skip reka á land. „Síðan var allt hirt sem hægt var og passað upp á, að enginn lifði af til að segja frá. Draugur getur verið andi en einnig hræðilega vera, rotnandi líkami sem leitar þig uppi í myrkrinu. Svona sögur sátu í mér sem krakki og varð uppsprettan að The Damned,“ segir Þórður. Odessa Young í hlutverki sínu í myndinni. Myndin var tekin upp á Vestfjörðum síðastliðinn vetur. Ósvör í Bolungarvík var endurlífgað og lítið kvikmyndaver sett upp á Ísafirði. Meðframleiðandi myndarinnar, Guðmundur Arnar Guðmundsson segir endurgreiðslukerfi menningar- og viðskiptaráðuneytisins hafa skipt sköpun og stuðningur Vestfirðinga og þá sérstaklega bæjarstjórar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar hafa verið ómetanlegan. Íslendingar eru í flestum lykilstörfum The Damned þrátt fyrir að leikarahópurinn sé erlendur að frátöldum Andrean Sigurgeirssyni listdansara og meðlimi Hatara. The Damned er framleidd af Elation og Wild Atlantic og meðframleidd af hinu íslenska Join Motion Pictures. Protagonist sér um alþjóðlega dreifingu myndarinnar og geta Íslendingar átt von á að The Damned verði sýnd í kvikmyndahúsum landsins með haustinu, að því er segir í tilkynningunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira