BBC greinir frá líkfundinum og segir upplýsingarnar koma frá björgunarsveitamanni. Grísk yfirvöld hafa ekki staðfest að líkið sé af Mosley. Sky news hefur eftir varaborgarstjóra að líkið hafi fundist í grýttum helli.
Umfangsmikil leit hefur staðið yfir undanfarna daga að lækninum sem er 67 ára gamall. Hann skilaði sér ekki úr göngu sem hann var í þar sem hann var staddur í fríi ásamt eiginkonu sinni á Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafði ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í.
Mikill hiti er á grísku eyjunni og meðal kenninga sem hafa komið upp í tengslum við leitina er að Mosley hafi fengið sólsting, ráfað í burtu og týnst í kjölfarið.
Starfsmaður BBC sem staddur er á eyjunni hefur birt myndbönd frá vettvangi á samfélagsmiðlinum X. Í morgun birti hann myndband þar sem verið er að flytja leitarhund burt en hundurinn var brenndur á þófunum eftir leit á heitum steinum undanfarna daga.
The sniffer dog, Scar, is leaving the island of Symi after helping to look for Michael Mosley over the past few days. His paws are burnt from the hot rocks he’s been walking on in his search - you can see how he’s limping. An indication of the harsh weather conditions here. pic.twitter.com/tAfhQJBElZ
— Insaf Abbas (@insaf_abbas) June 9, 2024