Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 12:43 Bjarkey Olsen ræddi ákvörðun sína við fréttamenn eftir fund. Vísir/Sigurjón Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“ Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS sem var send út í dag í kjölfar ákvörðunar Bjarkeyjar að veita Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að ákvörðunin um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar (Hafró). Segja Bjarkeyju hafa farið gegn ráðgjöf Hafró „Leyfið sem nú er veitt er aðeins til eins árs, í berhögg við beiðni Hvals um útgáfu veiðileyfis til lengri tíma og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi hlutaðeigandi fyrirtækis,“ segir í tilkynningunni en jafnframt er tekið fram að að mati SFS hafi Bjarkey farið gegn ráðgjöf Hafró og dregið úr þeim fjölda langreyða sem stofnunin ráðleggur veiðar á. SFS segir Bjarkeyju með þessu lýsa yfir vantrausti gegn sérfræðingum Hafró og stofnuninni allri. „Hafa ber í huga að í málinu lágu fyrir jákvæðar umsagnir Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu og Matvælastofnunar um útgáfu leyfis til veiða á langreyðum í samræmi við beiðni Hvals þar um. Sú staðreynd gerir ákvörðun ráðherra því enn ámælisverðari,“ segir í tilkynningunni. Stjórnvöld taki of mikið mark á tilfinningum SFS ítrekar að ákvörðun Bjarkeyjar sé til marks um að deilan um veiðar á langreyðum sé hætt að snúast um hvað sé forsvaranlegt út frá sjálfbærri nýtingu og snúist nú hvað fólki finnist. Samtökin árétta jafnframt að ekki megi taka of mikið tillit til tilfinninga í máli sem þessu og að stjórnvöld verði að horfa til vísindalegra forsenda og lagalegra krafna þegar það kemur að ákvörðunum um nýtingu auðlinda. „Þá sendir ráðherra heldur kaldar kveðjur til allra þeirra sem hafa starfað af heilindum og elju við veiðar á langreyðum og vinnslu hvalkjöts um árabil í samræmi við lög og reglur og höfðu réttmætar væntingar til þess að halda því áfram.“
Hvalir Hvalveiðar Stjórnarskrá Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent