Vika einmanaleikans Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 11. júní 2024 14:01 Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun