Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 09:21 Gerard Butler hefur elskað Ísland um langa hríð. EPA-EFE/RONALD WITTEK Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar. True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna. Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla. Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35 Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar. True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna. Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla. Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35 Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35
Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30