Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Ingólfstorgi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 11:22 Meint árás er sögð hafa verið framin við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintrar stunguárásar sem er sögð hafa verið framin utandyra við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021. Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Manninum er gefið að sök að reyna að svipta annan mann lífi með því að veitast að honum með hnífi og stinga hann í kviðinn. Fyrir vikið hlaut maðurinn sem varð fyrir árásinni „mjög umfangsmikla og lífshættulega áverka á kviðarholslíffærum og ósæð í kvið.“ Fram kemur í ákæru að hann hafi hlotið fimm til sex sentímetra langan opinn skurð á kviði sem hafi náð í gegnum maga inn að kviðarholsæð. Þá hafi hann orðið fyrir miklum innvortis blæðingum vegna þessa. Fram kemur að hann hafi þurft að undirgangast tvær stórar aðgerðir vegna árásarinnar, en þær sem og önnur meðferð eru sagðar hafa bjargað lífi hans. Einnig hlaut meðurinn þriggja sentímetra langan skurð á vísifingri. Rannsökuðu bílabrennur í tengslum við málið Nokkuð var fjallað um árásina í fjölmiðlum árið 2021. Til að mynda var greint frá því að lögreglan rannsakaði hvort bílbrunar sem áttu sér stað í kjölfar árásarinnar tengdust málinu. Þá óskaði lögreglan ítrekað eftir upplýsingum sem fólk gæti haft um málið. Fram kom að lögreglan hefði skoðað myndefni úr öryggismyndavélum við rannsóknina og rætt við fjölda vitna. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni krefst þriggja milljóna króna í miskabætur
Hnífstunguárás við Ingólfstorg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira