Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. júní 2024 07:01 Á Íslandi er stundum um það rætt að fólk í stjórnunarstörfum, sinni ákveðnu stöðugildi og verkefnum en síðan sé leiðtogahlutverkið eins og viðbót í hjáverkum. En hvernig geta stjórnendur, með marga hatta á höfði, fyrirbyggt að klára ekki batteríin sín? Vísir/Getty Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. Flest fyrirtæki eru samt lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem eigendurnir sjálfir eru oftar en ekki í brúnni, vinna mikið og standa vaktina allan ársins hring og eins og þurfa þykir hverju sinni. Þetta er hópur stjórnenda, sem oftar en ekki getur ekki leyft sér að fara í frí eða leyfi nema að reksturinn einfaldlega bjóði upp á slíkt. Annar hópur stjórnenda er fólkið sem finnst svo gaman í vinnunni að það er vakandi og sofandi yfir öllu því sem vinnuna snertir. Meira að segja í fríum er hugurinn í vinnunni, alls kyns pælingar og hugmyndir í gangi og fólk veitt fátt skemmtilegra í tilverunni en einmitt starfið sitt. En síðan búmm! Kulnun. Já, jafn ótrúlega og það hljómar þá gerir kulnun víst ekki mannamun og fyrirbærið „leadership burnout,“ eða kulnun leiðtogans, er fyrirbæri sem mikið hefur verið rætt og ritað erlendis til fjölda ára. En er munur á leiðtogakulnun eða almennri kulnun? Svarið við þessari spurningu er já. Sem dæmi má nefna grein sem birt var í Harvard Business Review árið 1982, þar sem fjallað er um kulnun stjórnenda sérstaklega. Þar segir að ýmislegt í starfi stjórnenda, sé þess eðlis að það geti aukið líkurnar á kulnun. Til dæmis verkefni sem fela í sér uppsagnir, hagræðingar, reglulegar breytingar sem leiðtogar þurfa að leiða, að ná markmiðum um árangur og svo framvegis. Og þótt greinin hafi verið rituð fyrir 42 árum síðan, segir þar að með auknum kröfum starfsfólks til vinnustaða, sé hópur stjórnenda stundum að upplifa það sem óvinnandi verk að gera öllum til hæfis. Í alþjóðlegum könnunum Gallup árin 2020 og 2021 sýndu mælingar síðan að kulnun meðal stjórnenda var að aukast. Í kjölfarið tók við tímabil heimsfaraldurs og síðan tímabilið Stóra uppsögnin, þar sem samkeppni um starfsfólk er að aukast alls staðar í heiminum og enn minnka líkurnar á að kulnun sé því ekki vaxandi vandamál á meðal leiðtoga. Þekkir þú þessi einkenni? Meðal einkenna sem stjórnendum er bent sérstaklega á að vera vakandi yfir eru: Andleysi / minni orka í þágu vinnunnar, minni ástríða, minni áhugi Aukin þreyta / örmögnun / að finna ekki drifkraftinn Skapsveiflur Heilaþoka eða minnkandi geta til að hugsa í lausnum eða til að meta hlutina frá mörgum ólíkum sjónarhornum / minnkandi stjórnunarhæfni vegna þessa Að upplifa sig einangraðan („its lonely at the top“) Ágætis samantekt á helstu einkennum kulnunar, má líka lesa um á vefsíðu VR, sjá HÉR. En skoðum þá nokkur ráð sem gætu hjálpað. Það fyrsta að leita til fagaðila, ef líðanin bendir til þess að þú sért komin í kulnun. Sem fyrirbyggjandi aðgerðir, geta stjórnendur einnig horft til breytinga eins og: 1. Að draga úr „multi-tasking“ Margir stjórnendur eru með marga bolta á lofti og hluti álagsins er að vera með yfirsýn yfir mörgum ólíkum þáttum. Rannsóknir sýna hins vegar að það að vinna að mjög mörgu í einu, getur dregið úr allt að 40% framleiðni. Því er mælt með því að stjórnendur horfi til þess, hvernig þeir geta dregið úr því að gera of margt í einu. 2. Að hugsa ekki um vinnuna Stjórnendur eru alltaf á vaktinni. Meira að segja þegar vel gengur, er þessi hópur að velta fyrir sér hver næstu stóru eða frábæru tækifærin gætu verið. Mikilvægt er hins vegar að slökkva reglulega á heilanum, þannig að hugurinn einfaldlega fái fullkomna hvíld frá því að hugsa um vinnuna eða eitthvað starfstengt. 3. Að setja mörk á leyfilegan vinnutíma Þegar hugurinn er alltaf í vinnunni, á vinnudagurinn það til að vera mjög langur. Því jafnvel á kvöldin og um helgar er líka verið að senda skilaboð, lesa eitthvað, svara skilaboðum eða undirbúa morgundaginn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð er stjórnendum bent á að stytta hjá sér vinnutímann, til dæmis að setja sér samskiptamörk eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. 4. Að úthluta fleiri verkefnum Oft er um það rætt að sérstaklega á Íslandi, felist starf stjórnenda í því að sinna einhverju ákveðnu stöðugildi almennt og vera síðan yfirmaður til viðbótar. Svona eins og leiðtogahlutverkið sé einhvers konar starf í hjáverkum við allt annað. Fólk sem sinnir leiðtogastarfi, þarf hins vegar að vera vakandi yfir því að það að vera yfirmaður, er starf í sjálfu sér. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að úthluta verkefnum þannig að stjórnandinn sé ekki með alltof marga hatta á höfði. 5. Skýr markmið, agi Þá er mælt með því að stjórnendur passi upp á að halda alltaf fókus á stóru markmiðunum, heildarmyndinni, því sem skiptir mestu máli og forgangsraða í samræmi. Oft á þetta til að gleymast í dagsins amstri, þegar margt er í gangi og/eða margt ófyrirséð sem kemur upp. 6. Að stjórna sínu eigin lífi..... vel Loks er það mikilvægi þess að huga að öllum þeim þáttum sem efla okkur í heilsu, bæði andlega og líkamlega. Góð næring, hreyfing og 7-9 klukkustunda svefn. Til viðbótar má nefna allt sem snýr að lífinu utan vinnu og þeirri sjálfsrækt sem hver og einn þarf að huga að, til að endurnæra sjálfan sig daglega og sjá til þess að batteríin klárist ekki. Fleiri ráð má lesa í ágætis grein Forbes, sjá HÉR. Góðu ráðin Heilsa Geðheilbrigði Mannauðsmál Tengdar fréttir „Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“ „Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum. 6. júní 2024 07:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Flest fyrirtæki eru samt lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem eigendurnir sjálfir eru oftar en ekki í brúnni, vinna mikið og standa vaktina allan ársins hring og eins og þurfa þykir hverju sinni. Þetta er hópur stjórnenda, sem oftar en ekki getur ekki leyft sér að fara í frí eða leyfi nema að reksturinn einfaldlega bjóði upp á slíkt. Annar hópur stjórnenda er fólkið sem finnst svo gaman í vinnunni að það er vakandi og sofandi yfir öllu því sem vinnuna snertir. Meira að segja í fríum er hugurinn í vinnunni, alls kyns pælingar og hugmyndir í gangi og fólk veitt fátt skemmtilegra í tilverunni en einmitt starfið sitt. En síðan búmm! Kulnun. Já, jafn ótrúlega og það hljómar þá gerir kulnun víst ekki mannamun og fyrirbærið „leadership burnout,“ eða kulnun leiðtogans, er fyrirbæri sem mikið hefur verið rætt og ritað erlendis til fjölda ára. En er munur á leiðtogakulnun eða almennri kulnun? Svarið við þessari spurningu er já. Sem dæmi má nefna grein sem birt var í Harvard Business Review árið 1982, þar sem fjallað er um kulnun stjórnenda sérstaklega. Þar segir að ýmislegt í starfi stjórnenda, sé þess eðlis að það geti aukið líkurnar á kulnun. Til dæmis verkefni sem fela í sér uppsagnir, hagræðingar, reglulegar breytingar sem leiðtogar þurfa að leiða, að ná markmiðum um árangur og svo framvegis. Og þótt greinin hafi verið rituð fyrir 42 árum síðan, segir þar að með auknum kröfum starfsfólks til vinnustaða, sé hópur stjórnenda stundum að upplifa það sem óvinnandi verk að gera öllum til hæfis. Í alþjóðlegum könnunum Gallup árin 2020 og 2021 sýndu mælingar síðan að kulnun meðal stjórnenda var að aukast. Í kjölfarið tók við tímabil heimsfaraldurs og síðan tímabilið Stóra uppsögnin, þar sem samkeppni um starfsfólk er að aukast alls staðar í heiminum og enn minnka líkurnar á að kulnun sé því ekki vaxandi vandamál á meðal leiðtoga. Þekkir þú þessi einkenni? Meðal einkenna sem stjórnendum er bent sérstaklega á að vera vakandi yfir eru: Andleysi / minni orka í þágu vinnunnar, minni ástríða, minni áhugi Aukin þreyta / örmögnun / að finna ekki drifkraftinn Skapsveiflur Heilaþoka eða minnkandi geta til að hugsa í lausnum eða til að meta hlutina frá mörgum ólíkum sjónarhornum / minnkandi stjórnunarhæfni vegna þessa Að upplifa sig einangraðan („its lonely at the top“) Ágætis samantekt á helstu einkennum kulnunar, má líka lesa um á vefsíðu VR, sjá HÉR. En skoðum þá nokkur ráð sem gætu hjálpað. Það fyrsta að leita til fagaðila, ef líðanin bendir til þess að þú sért komin í kulnun. Sem fyrirbyggjandi aðgerðir, geta stjórnendur einnig horft til breytinga eins og: 1. Að draga úr „multi-tasking“ Margir stjórnendur eru með marga bolta á lofti og hluti álagsins er að vera með yfirsýn yfir mörgum ólíkum þáttum. Rannsóknir sýna hins vegar að það að vinna að mjög mörgu í einu, getur dregið úr allt að 40% framleiðni. Því er mælt með því að stjórnendur horfi til þess, hvernig þeir geta dregið úr því að gera of margt í einu. 2. Að hugsa ekki um vinnuna Stjórnendur eru alltaf á vaktinni. Meira að segja þegar vel gengur, er þessi hópur að velta fyrir sér hver næstu stóru eða frábæru tækifærin gætu verið. Mikilvægt er hins vegar að slökkva reglulega á heilanum, þannig að hugurinn einfaldlega fái fullkomna hvíld frá því að hugsa um vinnuna eða eitthvað starfstengt. 3. Að setja mörk á leyfilegan vinnutíma Þegar hugurinn er alltaf í vinnunni, á vinnudagurinn það til að vera mjög langur. Því jafnvel á kvöldin og um helgar er líka verið að senda skilaboð, lesa eitthvað, svara skilaboðum eða undirbúa morgundaginn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð er stjórnendum bent á að stytta hjá sér vinnutímann, til dæmis að setja sér samskiptamörk eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur. 4. Að úthluta fleiri verkefnum Oft er um það rætt að sérstaklega á Íslandi, felist starf stjórnenda í því að sinna einhverju ákveðnu stöðugildi almennt og vera síðan yfirmaður til viðbótar. Svona eins og leiðtogahlutverkið sé einhvers konar starf í hjáverkum við allt annað. Fólk sem sinnir leiðtogastarfi, þarf hins vegar að vera vakandi yfir því að það að vera yfirmaður, er starf í sjálfu sér. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að úthluta verkefnum þannig að stjórnandinn sé ekki með alltof marga hatta á höfði. 5. Skýr markmið, agi Þá er mælt með því að stjórnendur passi upp á að halda alltaf fókus á stóru markmiðunum, heildarmyndinni, því sem skiptir mestu máli og forgangsraða í samræmi. Oft á þetta til að gleymast í dagsins amstri, þegar margt er í gangi og/eða margt ófyrirséð sem kemur upp. 6. Að stjórna sínu eigin lífi..... vel Loks er það mikilvægi þess að huga að öllum þeim þáttum sem efla okkur í heilsu, bæði andlega og líkamlega. Góð næring, hreyfing og 7-9 klukkustunda svefn. Til viðbótar má nefna allt sem snýr að lífinu utan vinnu og þeirri sjálfsrækt sem hver og einn þarf að huga að, til að endurnæra sjálfan sig daglega og sjá til þess að batteríin klárist ekki. Fleiri ráð má lesa í ágætis grein Forbes, sjá HÉR.
Góðu ráðin Heilsa Geðheilbrigði Mannauðsmál Tengdar fréttir „Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“ „Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum. 6. júní 2024 07:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“ „Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum. 6. júní 2024 07:01
Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02
vinnu „Heilt yfir eru jákvæð teikn á vinnumarkaði því að kulnun mælist nú átta prósent í samanburði við ellefu prósent í fyrra,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. 6. október 2023 07:02