Enok sakfelldur Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 12:22 Önnur árásin sem Enok er dæmdur fyrir átti sér stað á Lebowski bar. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Mönnunum var gefið að sök að veitast að ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. Þeir voru ákærðir fyrir að veita Bersa ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, og sparka ítrekað í líkama hans. Síðan var Enok gefið að sök að fleygja honum niður tröppur og þeir síðan sagðir báðir sparka ítrekað í hann í kjölfarið og traðka á höfði hans þar sem hann lá. Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Hin ákæran gegn Enoki var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að öðrum manni og slá hann fjórum höggum í andlitið. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Hægt er að lesa nánar um það hér. Ekkert bendi til þess að Enok hafi verið skelkaður Varðandi fyrri ákæruliðinn neitiðu báðir sök. Verjandi Enoks hélt því fram fyrir dómi að umbjóðandi hans hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Í dómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að tvímenningarnir hafi verið skelkaðir og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekkert slíkt eigi við í málinu. Ólíklegt að þau hafi sammælst um að bera hann rangri sök Varðandi seinni ákæruliðinn vildi Enok meina að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Hann sagðist ekki hafa verið á 203 Club kvöldið sem árásin var framin. Dómnum þótti framburður vitna og þess sem varð fyrir árásinni hafa veriði trúverðgur, en þau sögðu Enok hafa verið að verki. Eitt þessara vitna þekkti Enok frá fyrri samskiptum við hann og þótti dómnum því afar ólíklegt að hún hefði farið mannavillt. Þá þykir dómnum afar ólíklegt að vitnin og brotaþolinn hafi sammælst um að bera Enok röngum sökum. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Undirrót árásarinnar hefnd Líkt og áður segir hlýtur Enok sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að allt bendi til þess að undirrót brotsins gegn Bersa hafi verið hefnd. Enoki er gert að greiða öðrum brotaþolanum 478 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað og hinum brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund í málskostnað. Hinum sakborningnum er gert að greiða brotaþolanum 450 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað. Þar að auki þarf Enok að greiða rúmar 2,5 milljónir í sakarkostnað. Og hinn sakborningurinn tæplega 1,6 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mönnunum var gefið að sök að veitast að ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. Þeir voru ákærðir fyrir að veita Bersa ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, og sparka ítrekað í líkama hans. Síðan var Enok gefið að sök að fleygja honum niður tröppur og þeir síðan sagðir báðir sparka ítrekað í hann í kjölfarið og traðka á höfði hans þar sem hann lá. Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Hin ákæran gegn Enoki var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að öðrum manni og slá hann fjórum höggum í andlitið. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Hægt er að lesa nánar um það hér. Ekkert bendi til þess að Enok hafi verið skelkaður Varðandi fyrri ákæruliðinn neitiðu báðir sök. Verjandi Enoks hélt því fram fyrir dómi að umbjóðandi hans hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Í dómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að tvímenningarnir hafi verið skelkaðir og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekkert slíkt eigi við í málinu. Ólíklegt að þau hafi sammælst um að bera hann rangri sök Varðandi seinni ákæruliðinn vildi Enok meina að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Hann sagðist ekki hafa verið á 203 Club kvöldið sem árásin var framin. Dómnum þótti framburður vitna og þess sem varð fyrir árásinni hafa veriði trúverðgur, en þau sögðu Enok hafa verið að verki. Eitt þessara vitna þekkti Enok frá fyrri samskiptum við hann og þótti dómnum því afar ólíklegt að hún hefði farið mannavillt. Þá þykir dómnum afar ólíklegt að vitnin og brotaþolinn hafi sammælst um að bera Enok röngum sökum. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Undirrót árásarinnar hefnd Líkt og áður segir hlýtur Enok sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að allt bendi til þess að undirrót brotsins gegn Bersa hafi verið hefnd. Enoki er gert að greiða öðrum brotaþolanum 478 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað og hinum brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund í málskostnað. Hinum sakborningnum er gert að greiða brotaþolanum 450 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað. Þar að auki þarf Enok að greiða rúmar 2,5 milljónir í sakarkostnað. Og hinn sakborningurinn tæplega 1,6 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira