Bjór, bingó og bíó í Vinabæ á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 21:00 Sigurður Pétur Snorrason er eigandi Reykjavík Brewery. Vísir/Einar Búið er að opna bruggstofu í gamla Tónabíó og Vinabæ. Bráðum verður hægt að spila bingó þar á ný en eigandinn var óviss um hvort hann næði að opna staðinn allt fram á síðustu stundu. Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Tónabíó var reist í Skipholti árið 1962 og kvikmyndir sýndar þar allt til ársins 1990 þegar Stórstúka Íslands keypti húsið og hóf að halda þar bingó. Nafni hússins var þá breytt í Vinabær og lifði bingóið þar góðu lífi þar til árið 2022 þegar húsið var selt. Í gær opnaði Reykjavík Brewery bruggstofu þar en félagið er með brugghús í viðbyggingu hússins. Opnunin á sér langan aðdraganda. „Staðurinn hefur verið tilbúinn að miklu leyti síðan síðasta sumar. Við vorum að vonast til þess að fá öll leyfi og allt slíkt í nóvember en það er búið að taka síðan átta mánuði frá þeim tíma að klára síðasta leyfismálið,“ segir Sigurður Páll Snorrason, eigandi Reykjavík Brewery. Þessi bjór var dældur með sérstakri tékkneskri pilsner-dælu. Hún er sú eina sinnar tegundar á Íslandi.Vísir/Einar Þannig það er væntanlega mikill léttir að vera loksins búinn að opna? „Já, það er það. En maður var samt í óvissu með þetta alveg fram á síðasta dag.“ Hægt er að velja úr 22 bjórum á krana og fleirum í dós, þar á meðal bingóbjór. „Bjórinn er gerður til heiðurs þess að hér var bingóhöll. Við erum í samstarfi við frábæran náunga sem heitir Anton Illugason. Hann er grafískur hönnuður og hann kom með þessa hugmynd að gera bingódós sem er bæði innblásin af loftinu hér en dósin sem slík er líka bingóspjald. Það eru tvö þúsund mismunandi dósir í hverju upplagi svo það er hægt að spila bingó á sjálfa dósina,“ segir Sigurður. Bingóbjórinn. Allar dósirnar eru með sitthvorum tölunum.Vísir/Einar Og í gamla bingó- og bíósalnum verður horft aftur til fortíðar. Það er ekki búið að opna hann er Sigurður vonast til þess að það gerist í haust. „Ætli við séum ekki bara að fara aftur í upprunann. Fá smá skemmtilega blöndu af tónlist, bíó, bingó og öðru. Öllu mögulegu,“ segir Sigurður. Hægt er að fá 22 bjóra á dælu.Vísir/Einar
Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira