Þannig gæti Alþingi sameinast um orkumál Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 13. júní 2024 11:01 Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun