Brosum breitt Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. júní 2024 16:00 Fyrsti heildstæði langtímasamningurinn um þjónustu tannlækna var undirritaður í morgun milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga. Það má með sanni segja að það hafi verið nóg að gera síðasta ár hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við að leiða saman hópa að samningaborðinu. Nú er búið að semja við sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og tannlækna allt með 5 ára samningum sem unnir eru í breiðri sátt. Þessi góði árangur á svo skömmum tíma er eftirtektarverður. Greiðsluþátttaka tryggð Með nýjum samningi er greiðsluþátttaka vegna tannlækninga fyrir börn, aldraða og öryrkja tryggð næstu fimm árin. Þá mun meðferðum sem greiddar eru af Sjúkratryggingum Íslands vera fjölgað. Auk þess er horft í samningnum til nútímavæðingar með hliðsjón af nýjungum á fjölda sviða tannlækninga en samningurinn mun að mestu snerta á verklagi tannlækna og gagnasamskiptum við Sjúkratryggingar. Samningurinn mun taka að í gildi að hluta til þann 1. júlí nk. og að fullu leyti þann 1. september nk. Endurskoðun á reglugerð Samhliða samningsgerðinni hefur verið unnið að heildarendurskoðun reglugerðar um þátttöku sjúkratryggðra við tannlækningar. Meðal annars verður fallið frá skilyrði um mat tannlæknadeildar sem forsendu fyrir greiðsluþátttöku í tannréttingum vegna alvarlegra meðfæddra galla en Sjúkratryggingum Íslands verður heimilt að kalla eftir slíku mati við upphaf tannréttingaferilsins. Lengi hefur verið kallað eftir þessum breytingum og nú hefur verið hlustað. Bætt tannheilsa Það er ljóst að þessi samningur mun leiða af sér bætta tannheilsu barna, aldraðra og öryrkja. Hér er um að ræða enn einn samning sem hefur það að markmiði að draga úr greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu og stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Aukin greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga síðustu fjögur ár hefur stuðlað að því að fjöldi einstaklinga sem leita sér þjónustu tannlækna aukist. Rétt er að geta þess að til viðbótar við þennan samning voru styrkfjárhæðir vegna almennra tannréttinga nær þrefaldaðar í september á síðasta ári. Sú hækkun varð möguleg í kjölfar tímamótasamnings Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í júlí í fyrra. Það ber að hrósa því sem vel er gert, og langar mig í dag að hrósa samningsaðilum sérstaklega fyrir vel unnin störf. Lengi hefur verið kallað eftir samningum sem þessum og nú eru þeir loksins í höfn. Það er svo sannarlega ástæða til þess að brosa breytt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Tannheilsa Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti heildstæði langtímasamningurinn um þjónustu tannlækna var undirritaður í morgun milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga. Það má með sanni segja að það hafi verið nóg að gera síðasta ár hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við að leiða saman hópa að samningaborðinu. Nú er búið að semja við sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og tannlækna allt með 5 ára samningum sem unnir eru í breiðri sátt. Þessi góði árangur á svo skömmum tíma er eftirtektarverður. Greiðsluþátttaka tryggð Með nýjum samningi er greiðsluþátttaka vegna tannlækninga fyrir börn, aldraða og öryrkja tryggð næstu fimm árin. Þá mun meðferðum sem greiddar eru af Sjúkratryggingum Íslands vera fjölgað. Auk þess er horft í samningnum til nútímavæðingar með hliðsjón af nýjungum á fjölda sviða tannlækninga en samningurinn mun að mestu snerta á verklagi tannlækna og gagnasamskiptum við Sjúkratryggingar. Samningurinn mun taka að í gildi að hluta til þann 1. júlí nk. og að fullu leyti þann 1. september nk. Endurskoðun á reglugerð Samhliða samningsgerðinni hefur verið unnið að heildarendurskoðun reglugerðar um þátttöku sjúkratryggðra við tannlækningar. Meðal annars verður fallið frá skilyrði um mat tannlæknadeildar sem forsendu fyrir greiðsluþátttöku í tannréttingum vegna alvarlegra meðfæddra galla en Sjúkratryggingum Íslands verður heimilt að kalla eftir slíku mati við upphaf tannréttingaferilsins. Lengi hefur verið kallað eftir þessum breytingum og nú hefur verið hlustað. Bætt tannheilsa Það er ljóst að þessi samningur mun leiða af sér bætta tannheilsu barna, aldraðra og öryrkja. Hér er um að ræða enn einn samning sem hefur það að markmiði að draga úr greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu og stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Aukin greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga síðustu fjögur ár hefur stuðlað að því að fjöldi einstaklinga sem leita sér þjónustu tannlækna aukist. Rétt er að geta þess að til viðbótar við þennan samning voru styrkfjárhæðir vegna almennra tannréttinga nær þrefaldaðar í september á síðasta ári. Sú hækkun varð möguleg í kjölfar tímamótasamnings Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í júlí í fyrra. Það ber að hrósa því sem vel er gert, og langar mig í dag að hrósa samningsaðilum sérstaklega fyrir vel unnin störf. Lengi hefur verið kallað eftir samningum sem þessum og nú eru þeir loksins í höfn. Það er svo sannarlega ástæða til þess að brosa breytt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar