Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 13:05 Finnbjörn segir verkalýðshreyfinguna þurfa að beita öðrum aðferðum en að semja fyrirfram við stjórnvöld þegar þau standi ekki við orð sín. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. „Ég trúi því nú ekki fyrr en ég tek á því að ríkisstjórnin ætli að fara að heykjast á þessu máli. Þetta er í þriðja skipti sem er búið að lofa því að þetta fari í gegn. Þetta skiptir leigjendur töluvert miklu máli og sérstaklega á meðan húsnæðismálin eru í svolítilli pattstöðu,“ segir Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ. Þingmaður Framsóknar, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, segir velferðarnefnd með frumvarpið til skoðunar og sérstaklega þá umsagnir frá hagaðilum sem séu á öndverðu meiði. Í frumvarpinu á að auka húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um leigufjárhæðir. Auk þess á að tryggja meiri fyrirsjáanleika í breytingu á þeim. „Þá skiptir okkur verulega miklu máli að þetta fari í gegnum þingið núna.“ Ólík sjónarmið hafa komið fram í umsögnum. ASÍ segir frumvarpið gera leigumarkaðinn heilbrigðari á meðan Samtök verslunar og þjónustu segja það ekki taka á grundvallarvanda markaðarins, framboðsskorti. Þá telja samtökin að breytingarnar auki áhættu leigusala og að framboð gæti minnkað enn frekar. „Þetta eru allt saman rök sem hafa komið fram áður. Leigusalar telja að það sé nánast verið að taka eignirnar úr þeirra höndum en við lítum svo á að það eina sem gerist í þessu er að öll leiga komist upp á yfirborðið með skráningarskyldu. Svo eigi að færa rök fyrir því af hverju eigi að hækka leigu, eða ef það á að gera það.“ Hann segir ekki til of mikils mælst að leigusalar geri það. „Þetta er töluverð réttarbót fyrir leigjendur og við teljum þetta mjög mikilvægt mál fyrir okkur umbjóðendur. Á meðan húsnæðismarkaðurinn er meira og minna í frosti þá er ekkert að batna eða bætast inn eignir. Þess vegna teljum við að það þurfi að styrkja stöðu leigjenda eins og staðan er núna.“ Hluti af kjarasamningum Finnbjörn segir að ef málið fari ekki í gegn fyrir þinglok hafi það ekki nein markverð áhrif á nýgerða kjarasamninga. „Það hefur náttúrulega bara áhrif á það sem eftir kemur. Að við erum orðin brennd á því að vera að semja fyrirfram við ríkisstjórnir og að við þurfum að hugsa hvernig við notum kjarasamninga í áframhaldinu. Við þurfum bara að ganga frá svona hlutum fyrirfram. Ef það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum til að standa við það sem þau lofa við gerð kjarasamninga verðum við að nota aðrar aðferðir.“ Gerð hefur verið tilraun til að bæta réttarstöðu leigjenda í samkomulagi við stjórnvöld þrisvar við gerð kjarasamninga. Árin 2019, 2022 og 2023. Finnbjörn segir frumvarpið hafa tekið breytingum á þessum tíma miðað við umsagnir og búið að takast á um málið um nokkra hríð. „Það er vitað um afstöðu allra sem að þessu snúa. Við vildum ganga miklu lengra heldur en gert er í frumvarpinu en við lítum á þetta sem ákveðinn áfanga að því að koma að heilbrigðum húsaleigumarkaði hérna. En það kemst ekkert á eðlilegur húsaleigumarkaður fyrr en framboðið er orðið nægjanlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að ASÍ birti áskorun til stjórnvalda um afgreiðslu frumvarpsins. Uppfært klukkan 15.00 þann 14.6.2024. Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Píratar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18. apríl 2024 09:31 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Ég trúi því nú ekki fyrr en ég tek á því að ríkisstjórnin ætli að fara að heykjast á þessu máli. Þetta er í þriðja skipti sem er búið að lofa því að þetta fari í gegn. Þetta skiptir leigjendur töluvert miklu máli og sérstaklega á meðan húsnæðismálin eru í svolítilli pattstöðu,“ segir Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ. Þingmaður Framsóknar, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, segir velferðarnefnd með frumvarpið til skoðunar og sérstaklega þá umsagnir frá hagaðilum sem séu á öndverðu meiði. Í frumvarpinu á að auka húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um leigufjárhæðir. Auk þess á að tryggja meiri fyrirsjáanleika í breytingu á þeim. „Þá skiptir okkur verulega miklu máli að þetta fari í gegnum þingið núna.“ Ólík sjónarmið hafa komið fram í umsögnum. ASÍ segir frumvarpið gera leigumarkaðinn heilbrigðari á meðan Samtök verslunar og þjónustu segja það ekki taka á grundvallarvanda markaðarins, framboðsskorti. Þá telja samtökin að breytingarnar auki áhættu leigusala og að framboð gæti minnkað enn frekar. „Þetta eru allt saman rök sem hafa komið fram áður. Leigusalar telja að það sé nánast verið að taka eignirnar úr þeirra höndum en við lítum svo á að það eina sem gerist í þessu er að öll leiga komist upp á yfirborðið með skráningarskyldu. Svo eigi að færa rök fyrir því af hverju eigi að hækka leigu, eða ef það á að gera það.“ Hann segir ekki til of mikils mælst að leigusalar geri það. „Þetta er töluverð réttarbót fyrir leigjendur og við teljum þetta mjög mikilvægt mál fyrir okkur umbjóðendur. Á meðan húsnæðismarkaðurinn er meira og minna í frosti þá er ekkert að batna eða bætast inn eignir. Þess vegna teljum við að það þurfi að styrkja stöðu leigjenda eins og staðan er núna.“ Hluti af kjarasamningum Finnbjörn segir að ef málið fari ekki í gegn fyrir þinglok hafi það ekki nein markverð áhrif á nýgerða kjarasamninga. „Það hefur náttúrulega bara áhrif á það sem eftir kemur. Að við erum orðin brennd á því að vera að semja fyrirfram við ríkisstjórnir og að við þurfum að hugsa hvernig við notum kjarasamninga í áframhaldinu. Við þurfum bara að ganga frá svona hlutum fyrirfram. Ef það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum til að standa við það sem þau lofa við gerð kjarasamninga verðum við að nota aðrar aðferðir.“ Gerð hefur verið tilraun til að bæta réttarstöðu leigjenda í samkomulagi við stjórnvöld þrisvar við gerð kjarasamninga. Árin 2019, 2022 og 2023. Finnbjörn segir frumvarpið hafa tekið breytingum á þessum tíma miðað við umsagnir og búið að takast á um málið um nokkra hríð. „Það er vitað um afstöðu allra sem að þessu snúa. Við vildum ganga miklu lengra heldur en gert er í frumvarpinu en við lítum á þetta sem ákveðinn áfanga að því að koma að heilbrigðum húsaleigumarkaði hérna. En það kemst ekkert á eðlilegur húsaleigumarkaður fyrr en framboðið er orðið nægjanlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir að ASÍ birti áskorun til stjórnvalda um afgreiðslu frumvarpsins. Uppfært klukkan 15.00 þann 14.6.2024.
Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Píratar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18. apríl 2024 09:31 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Segir frumvarp um húsaleigulög geta leitt til hærra leiguverðs Hæstaréttarlögmaður segir frumvarp um húsaleigulög, sem ætlað er auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda, geta leitt til þess að húseigendur vilji síður leigja út eignir sínar. Þannig myndi framboð minnka og leiguverð hækka. 18. apríl 2024 09:31
Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55