Byggðakvótakerfið úr sér gengið Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 13:34 Um það bil 50 þúsund þorskígildistonnum er úthlutað með byggðakvóta. Vísir/Vilhelm Gera þarf veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta eigi hann að vera starfræktur áfram. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti. Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti.
Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira