Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 22:09 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, ræddi þinglok í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sakar ríkisstjórnina um að „slátra“ samgönguáætlun í þágu ráðherrastóla. vísir Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Bergþór Ólason er á meðal þeirra Miðflokksmanna sem hyggjast leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna stjórnsýslu hennar í kringum hvalveiðileyfi sem gefið var út í vikunni. Hann segir að það kæmi ekki á óvart að einhverjir þingmenn stjórnarflokkanna myndu styðja vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bjarkey óttast ekki tillöguna. „Alls ekki,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. „Mér finnst líka áhugavert að flokkur sem er hlynntur hvalveiðum, skuli fara að leggja fram vantraust á ráðherra sem gaf út hvalveiðileyfi,“ sagði Bjarkey ennfremur. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Hún ætlar sjálf ekki að íhuga það að styðja tillöguna, þó að flokkur hennar hafi haft áhyggjur af stjórnsýslunni í kringum hvalveiðarnar undanfarið. „Þetta leyfi núna, vissulega farið að lögum en tók langan tíma. En við eigum eftir að ræða þetta.“ Spurð hvernig það miði að semja um þinglok milli stjórnarflokka segir Hildur: „Það miðar bara ágætlega. Við höfum verið í þessari vinnu núna, að horfa á hvar mál eru stödd í nefnd og hvað sé raunhæft að klára. Síðan þarf aðeins að miðla málum í nokkrum til viðbótar. Við eigum von á því að geta kynnt stjórnarandstöðunni lokalista bara mjög fljótlega eftir helgi.“ Málið dó til þess að ráðherrastólarnir brotni ekki Stjórnarandstaðan hefur sakað ríkisstjórn um að hægagang í ýmsum málum líkt og samgöngu- og fjármálaáætlun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnarflokkana til að mynda „slátra samgönguáætlun“ í kvöld. „Það var eitt stærsta mál þessa þings, sem við höfðum unnið að síðan í október. Þar með dó enn eitt málið fyrir þann málstað að ráðherrastólarnir brotni ekki. Rifrildið um forgangsröðun samgönguframkvæmda varð svo mikið að niðurstaða formanna flokkanna varð sú að gera bara ekkert,“ skrifar Þorbjörg Sigríður í færslu á Facebook. Þorbjörg er varaformaður samgöngunefndar og vísar til vinnu nefndarinnar frá því í október þar sem gert var ráð fyrir rúmum 900 milljörðum króna í samgöngur. Hildur Sverris var spurð út í þessi fyrrgreind mál, og hvort tekist væri á um þau innan stjórnarflokka. „Þetta er allt undir, það er best að segja það. En við sjáum fyrir endann á þessu og það er eðlilegt að þingstörfin gangi, eigum við að segja, ekki hratt fyrir sig þegar þetta er enn í samningafasa hér í húsinu. Það er bara eðlilegt.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Samgöngur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira