Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júní 2024 08:07 Vladimír Pútín Rússlandsforseti kynnti ályktun sína í utanríkisráðuneyti Rússa í gær. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. Vopnahléskröfur Pútíns komu á sama tíma og erindrekar níutíu landa funduðu í Sviss til að koma sér saman um friðaráætlun undir stjórn vestrænna landa. Rússlandi var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og telst því líklegt að Pútín hafi lagt fram þessar kröfur til að spilla fyrir fundinum. Þessir uppfærðu skilmálar Pútíns um stríðslok eru þeir fyrstu sem hann setur opinberlega frá upphafi stríðsins í febrúar 2022, þegar hann hóf innrás inn í landið og krafðist stjórnarbreytinga í Kænugarði og afvopnunar landsins. Volodimír Selenskí sagði að ekki væri hægt að treysta tilboði Rússlandsforseta og að Pútín myndi ekki stöðva árásir sínar í Úkraínu þrátt fyrir að Úkraína uppfyllti öll vopnahlésskilyrði. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín ekki í neinni stöðu til að gera slíkar kröfur til Úkraínu og hann gæti sjálfur bundið enda á stríðið strax í dag ef hann vildi. Aðrar kröfur Pútíns til Úkraínu voru að úkraínskir hermenn yfirgæfu héröðin Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og að þeim yrði lýst yfir sem rússnesk yfirráðasvæði. „Um leið og Kænugarður er hefur ákveðið sig, hefur raunverulegan brottflutning hersveita frá þessum svæðum og lýsir formlega yfir að umsókn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, munum við samstundis fyrirskipa vopnahlé og hefja samningaviðreæður,“ sagði Pútín í ávarpinu þegar hann setti Úkraínu kröfurnar. Þá krafðist hann þess að vestrænu ríkin féllu frá öllum fjárhagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem foesenda fyrir vopnahléi. Bandaríkin juku í vikunni við fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn rússneska bankakerfinu og rússnesku kauphöllinni. NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Vopnahléskröfur Pútíns komu á sama tíma og erindrekar níutíu landa funduðu í Sviss til að koma sér saman um friðaráætlun undir stjórn vestrænna landa. Rússlandi var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og telst því líklegt að Pútín hafi lagt fram þessar kröfur til að spilla fyrir fundinum. Þessir uppfærðu skilmálar Pútíns um stríðslok eru þeir fyrstu sem hann setur opinberlega frá upphafi stríðsins í febrúar 2022, þegar hann hóf innrás inn í landið og krafðist stjórnarbreytinga í Kænugarði og afvopnunar landsins. Volodimír Selenskí sagði að ekki væri hægt að treysta tilboði Rússlandsforseta og að Pútín myndi ekki stöðva árásir sínar í Úkraínu þrátt fyrir að Úkraína uppfyllti öll vopnahlésskilyrði. Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Pútín ekki í neinni stöðu til að gera slíkar kröfur til Úkraínu og hann gæti sjálfur bundið enda á stríðið strax í dag ef hann vildi. Aðrar kröfur Pútíns til Úkraínu voru að úkraínskir hermenn yfirgæfu héröðin Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia og að þeim yrði lýst yfir sem rússnesk yfirráðasvæði. „Um leið og Kænugarður er hefur ákveðið sig, hefur raunverulegan brottflutning hersveita frá þessum svæðum og lýsir formlega yfir að umsókn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, munum við samstundis fyrirskipa vopnahlé og hefja samningaviðreæður,“ sagði Pútín í ávarpinu þegar hann setti Úkraínu kröfurnar. Þá krafðist hann þess að vestrænu ríkin féllu frá öllum fjárhagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem foesenda fyrir vopnahléi. Bandaríkin juku í vikunni við fjárhagslegar refsiaðgerðir gegn rússneska bankakerfinu og rússnesku kauphöllinni.
NATO Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53 Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53
Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. 6. júní 2024 06:53
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. 3. júní 2024 10:45