Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 23:00 Þrívíðarmynd af próteinskel lifrarbólgu E. Mynd/NIAID Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020. Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020.
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira