Vilhjálmur segir stjórnarflokkana opinbera valdasýki sína Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 09:06 Það fauk í Vilhjálm þegar hann fylgdist með svörum Hildar í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni en honum þykir ekki forsvaranlegt að Sjálfstæðisflokkurinn vilji verja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vantrausti. Vilhjálmur vísar í viðtal Stöðvar 2 frá í gær við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem lýsti því eindregið yfir að menn þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af vantrauststillögu Miðflokksmanna. Er það pólitískt leikrit ef ætlast er til þess að ráðherra fari að lögum? Þetta þykir Vilhjálmi „stórfurðulegt“ en það sem honum þykir sérlega athyglisvert eru eftirfarandi orð Hildar: „Það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur þessi vantrausttillaga verður felld enda er þessi tillaga pólitískt - leikrit. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun fella þessa tillögu. Látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur uppvið vegg með svona furðutillögu.“ Vilhjálmur, sem hefur mjög látið til sín taka hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi matvælaráðherra á sínum tíma og svo drátt á svörum Bjarkeyjar, enda um hans skjólstæðinga að ræða, finnst þetta dæmalaust. „Jahérna er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja? Hvað með ályktun flokksráðs sjálfstæðismanna frá því fyrra þar sem þáverandi matvælaráðherra var harðlega gagnrýnd og talað um gróf stjórnsýslubrot ráðherrans,“ spyr Vilhjálmur. Sjálfstæðismenn verji ráðherra sem stundi lögbrot Ljóst er hvernig Vilhjálmur Birgisson myndi greiða atkvæði ef hann sæti á þingi en einkum er um skjólstæðinga hans af Skaganum sem koma að vinnslu hvals í Hvalfirði. „Gleymum ekki heldur ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins það sem talað var um gróf lögbrot, meðalhófs ekki gætt og ákvæði í stjórnarskrá virt að vettugi. Núna þegar sama lögbrotið á sér stað þá er talað um pólitískt leikrit og furðutillögu. Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræðsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð.“ Vilhjálmur segir þetta mál ekki bara snúast um hvalveiðar. „Þetta snýst að ráðherrar misbeiti ekki valdi sínu gegn fyrirtækjum og þegnum þessa lands í pólitískum tilgangi. Lög eru lög og eiga að gilda fyrir alla í þessu landi, líka ráðherra!“ Vilhjálmur hoppandi reiður í útvarpinu En eins og fram kemur í máli Vilhjálms mun vantrauststillagan koma til kasta þingsins í dag. Hann var svo í Bítinu í morgun og var greinilega ekki runnin reiðin frá í gær. Sjálfstæðismenn sendu frá sér harðorðar ályktanir þegar Svandís bannaði hvalveiðar og Framsóknarmenn líka þar sem þess var krafist að þessi ólögmæta aðgerð yrði dregin til baka sagði Vilhjálmur þar. Og matvælaráðherra hafi þá bakaði tugmilljóna skaða og félagsmenn mínir urðu fyrir miklum búsifjum. Núverandi matvælaráðherra dró svo að svara fyrirtækinu sem gerði það að verkum að það gat ekki ráðið mannskap. „Það er mikilvægt að almenningur átti sig á því að þetta snýst ekki bara um hvalveiðar,“ sagði Vilhjálmur og hamraði á því að þetta væri ólöglegt. Meginstefið í gegnum allt sem lýtur að Sjálfstæðisflokknum er frelsi, sagði Vilhjálmur og þarna er verið að brjóta atvinnufrelsi. Og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé furðutillaga? „Þetta snýst um völd. Og ég er hættur að skilja Framsóknarmenn. Þeir virðast ekki standa fyrir eitt eða nett nema sjálfa sig,“ sagði Vilhjálmur og sparaði sig hvergi. „Það þarf að moka þarna út.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Vilhjálmur vísar í viðtal Stöðvar 2 frá í gær við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem lýsti því eindregið yfir að menn þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af vantrauststillögu Miðflokksmanna. Er það pólitískt leikrit ef ætlast er til þess að ráðherra fari að lögum? Þetta þykir Vilhjálmi „stórfurðulegt“ en það sem honum þykir sérlega athyglisvert eru eftirfarandi orð Hildar: „Það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur þessi vantrausttillaga verður felld enda er þessi tillaga pólitískt - leikrit. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun fella þessa tillögu. Látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur uppvið vegg með svona furðutillögu.“ Vilhjálmur, sem hefur mjög látið til sín taka hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi matvælaráðherra á sínum tíma og svo drátt á svörum Bjarkeyjar, enda um hans skjólstæðinga að ræða, finnst þetta dæmalaust. „Jahérna er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja? Hvað með ályktun flokksráðs sjálfstæðismanna frá því fyrra þar sem þáverandi matvælaráðherra var harðlega gagnrýnd og talað um gróf stjórnsýslubrot ráðherrans,“ spyr Vilhjálmur. Sjálfstæðismenn verji ráðherra sem stundi lögbrot Ljóst er hvernig Vilhjálmur Birgisson myndi greiða atkvæði ef hann sæti á þingi en einkum er um skjólstæðinga hans af Skaganum sem koma að vinnslu hvals í Hvalfirði. „Gleymum ekki heldur ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins það sem talað var um gróf lögbrot, meðalhófs ekki gætt og ákvæði í stjórnarskrá virt að vettugi. Núna þegar sama lögbrotið á sér stað þá er talað um pólitískt leikrit og furðutillögu. Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræðsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð.“ Vilhjálmur segir þetta mál ekki bara snúast um hvalveiðar. „Þetta snýst að ráðherrar misbeiti ekki valdi sínu gegn fyrirtækjum og þegnum þessa lands í pólitískum tilgangi. Lög eru lög og eiga að gilda fyrir alla í þessu landi, líka ráðherra!“ Vilhjálmur hoppandi reiður í útvarpinu En eins og fram kemur í máli Vilhjálms mun vantrauststillagan koma til kasta þingsins í dag. Hann var svo í Bítinu í morgun og var greinilega ekki runnin reiðin frá í gær. Sjálfstæðismenn sendu frá sér harðorðar ályktanir þegar Svandís bannaði hvalveiðar og Framsóknarmenn líka þar sem þess var krafist að þessi ólögmæta aðgerð yrði dregin til baka sagði Vilhjálmur þar. Og matvælaráðherra hafi þá bakaði tugmilljóna skaða og félagsmenn mínir urðu fyrir miklum búsifjum. Núverandi matvælaráðherra dró svo að svara fyrirtækinu sem gerði það að verkum að það gat ekki ráðið mannskap. „Það er mikilvægt að almenningur átti sig á því að þetta snýst ekki bara um hvalveiðar,“ sagði Vilhjálmur og hamraði á því að þetta væri ólöglegt. Meginstefið í gegnum allt sem lýtur að Sjálfstæðisflokknum er frelsi, sagði Vilhjálmur og þarna er verið að brjóta atvinnufrelsi. Og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé furðutillaga? „Þetta snýst um völd. Og ég er hættur að skilja Framsóknarmenn. Þeir virðast ekki standa fyrir eitt eða nett nema sjálfa sig,“ sagði Vilhjálmur og sparaði sig hvergi. „Það þarf að moka þarna út.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira