Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 11:18 Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. Vísir/Vilhelm Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn. Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn.
Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03
Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31