Ryder var ráðinn fyrir yfirstandandi tímabil en árangurinn hefur verið óviðunandi. Liðið situr sem stendur 8. sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu með aðeins 11 stig að tíu umferðum loknum.
„Knattspyrnudeild KR þakkar Gregg fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar,“ segir einnig í yfirlýsingu KR.
Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í leik liðsins á móti Víking næstkomandi laugardag.