Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2024 14:00 Sylvía er komin með nóg af stöðu mála. Vísir. Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. „Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál. Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Catherine O'Hara er látin Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál.
Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Catherine O'Hara er látin Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“