Gerum það mögulegt fyrir íslenskar barnafjölskyldur að flytja heim! Dóra Sóldís Ásmundardóttir skrifar 20. júní 2024 21:45 Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Leikskólar Noregur Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun