Framtíðin í forgang! Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. júní 2024 07:01 Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun