Framtíðin í forgang! Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. júní 2024 07:01 Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Háværar raddir berast okkur núna um að umgjörð utan um barnafólk sé risastórt vandamál í okkar samfélagi. Umræðan er þakkarverð og eiga þær sterku konur sem ljá baráttunni rödd sína mikið lof skilið. Stjórnvöld verða að staldra við, hlusta á þessar sterku raddir og bregðast við ákallinu. Sögurnar og lýsingar á aðstæðum og upplifun ungra mæðra eru margar hverjar átakanlegar. Sumar eru á barmi andlegs gjaldþrots, aðrar nær hinu fjárhagslega gjaldþroti, allt á þeim tíma sem á að vera hvað hamingjusamastur í lífi ungra foreldra. Nýtt líf er komið í heiminn en efst í huganum er tekjuskerðingin og biðlistinn á leikskólanum þegar fæðingarorlofi sleppir. Hvað hefur Alþingi gert? Með nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem sett voru árið 2020 var fæðingarorlofið lengt úr 9 mánuðum í 12. Það var gríðarlega stórt skref í átt að betra kerfi. Miklar breytingar voru gerðar á barnabótakerfinu við lok árs 2022 og fjölgaði þeim fjölskyldum sem þiggja barnabætur um tæplega 3.000 við þá breytingu. Markmiðið var að einfalda og stórefla barnabótakerfið með því að draga úr skerðingum og hækka grunnfjárhæðir barnabóta. Við gerð langtímakjarasamninga fyrr í ár kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þeim til stuðnings. Ein aðgerðanna var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem staðið hafa í stað frá árinu 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum haft það stefnumál lengi að þakið yrði hækkað og nú liggur fyrir að greiðslurnar muni hækka í nokkrum þrepum frá 600 í 900 þúsund. Við afgreiðslu málsins út úr velferðarnefnd Alþingis var að endingu ákveðið að taka tillit til fyrirvara Sjálfstæðisflokksins og gerð breytingatillaga við málið þess efnis að hækkunin næði til allra foreldra sem eiga rétt til töku fæðingarorlofs eftir 1. apríl 2024! En betur má ef duga skal Það kemur í hlut stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bættri umgjörð um fæðingarorlof. Sá árangur sem náðst hefur í stuðningi við ungar barnafjölskyldur skiptir máli en augljós þörf er á að gera enn betur. Sérstaklega er viðkemur dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, benti á það í grein sinni hér á vísi að allt liti út fyrir að um 800 börn 12 mánaða og eldri bíði eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í haust. Ástandið er óásættanlegt. Ég mun beita því fyrir mér að stjórnvöld taki málaflokkinn föstum tökum. Tími er til kominn að setja á fót aðgerðarhóp um stuðning stjórnvalda við ungar barnafjölskyldur, tryggja þarf aðkomu sveitarfélaganna sem fara með stóran hluta þessa málaflokks og bera alla ábyrgðina á dagforeldra- og leikskólastarfi hvert í sínu sveitarfélagi. Við þurfum alvöru aðgerðir og við þurfum þær núna. Við getum ekki haldið áfram uppteknum hætti og látið eins og fæðingartíðni, andlegt álag á foreldra, skert tengslamyndun, fjárhagsáhyggjur, vinnutap, tekjutap, neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna hafi ekki áhrif á framtíðarkynslóðir. Framtíð Íslands er í höndum barnanna okkar, þeim skuldum við að rísa upp og breyta til hins betra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og tveggja barna móðir.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar