Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 11:11 Halldór og Hilda Jana eru sammála um að stemning myndi aukast til muna á torginu ef lokað yrði fyrir umferð um það. Já Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“ Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Halldór Kristinn Harðarson eigandi kaffihússins og skemmtistaðarins Vamos birti færslu á Facebook í gær þar sem hann bar rök fyrir því að loka ætti fyrir umferð um ráðhústorgið á sumrin. Hann hefur áður haldið viðburði á torginu með leyfi fyrir lokun fyrir umferð á götunni en það sé mikil vinna að útvega slík leyfi. „Mér finnst stemningin niðri á Ráðhústorgi helmingi betri þegar það er hægt að setja heilan helling af borðum og stólum, tónlist fyrir utan. Ég setti körfuboltaspjald, cornhole og fótboltaspil út og eitthvað um að vera, og það stoppaði ekki notkunin á því,“ segir Halldór á Facebook. Endalausir möguleikar með lokun Hann vekur athygli á að torgið sé það fyrsta sem ferðamenn sem mæta á skemmtiferðaskipum sjá þegar þeir koma til bæjarins, en oft sé þar lítið um að vera. „En þegar ég hef gert eitthvað þá koma farþegarnir á skipinu dansandi inn í bæ og ánægjan er mikil hjá gestum sem sækja að.“ Færslan hefur hlotið góðar undirtektir og Halldór virtist vongóður um að nú gæti eitthvað farið að gerast þegar fréttastofa hafði samband. „Ég held að svona 95 prósent af þeim sem ég tala við séu sammála þessu. Þannig að ég held að þetta geti gerst.“ Halldór furðar sig á því toginu sé ekki lokað í ljósi þess að búið sé að loka göngugötunni sem liggur að torginu. Það sé gríðarlega mikil vinna fólgin í að fá leyfi fyrir viðburðahaldi, ekki síst með stuttum fyrirvara, til dæmis ef hann vildi skipuleggja viðburð út frá góðri veðurspá. „Ef þetta væri bara lokað gæti ég verið að gera eitthvað þarna, alltaf þegar það yrði gott veður eða hverja helgi,“ segir Halldór. „Ég get gert allan fjandann þarna og þá eykst lífið á torginu. Þá er þetta miðsvæðið sem fjölskyldufólk og fólk almennt leitar á,“ bætir hann við og segir að í bæinn vanti slíkt miðsvæði. Bæjarbúar spenntari fyrir breytingunum en áður Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er ein þeirra sem gefið hefur vilyrði fyrir lokun á umferð um ráðhústorgið yfir sumartímann. „Ég er bara peppuð í þetta,“ segir Hilda Jana í samtali við fréttastofu. Hún segist lengi hafa barist fyrir að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð á sumrin og tekur undir hugmynd Halldórs. „Ég er búin að berjast ótrúlega lengi fyrir því að minnka bílaumferð um miðbæinn yfir sumarlagi og loka göngugörunni,“ segir Hilda Jana. Tillaga um að loka göngugötunni í júní, júlí og ágúst hafi verið samþykkt. Hún segir möguleikana í lokun á torginu endalausa og hún kæmi til með að auka stemningu yfir sumarið til muna. „Ég er klár í að samþykkja svoleiðis breytingar í bæjarstjórn en, to, tre sko!“ Hilda Jana segir viðhorfið í bænum gagnvart göngugötunum hafa breyst, fólk sé mun viljugra til að horfa til breytinganna en áður. „Ég held að fólk horfi aðeins til stemningarinnar sem hægt er að sjá í borginni. Og göngugatan er hvort sem er lokuð yfir sumarlagið, og af hverju ekki að klára bara málið þannig að ráðhústorgið sé frítt í það líka?“
Akureyri Skipulag Veitingastaðir Umferð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira