Til hamingju Grænland Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. júní 2024 13:30 Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Grænland Norðurlandaráð Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun