Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 15:46 Samkvæmt ákæru mun aksturinn hafa hafist í Lágmúla í Reykjavík og endað við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Leiðin hefur verið einhvernveginn eins og sjá má á kortinu. Vísir/Já.is Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.
Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira