„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. júní 2024 21:21 Jóhann Kristinn er þjálfari Þórs/KA sem er nokkuð óvænt í toppbaráttunni sem stendur. Vilhelm/Vísi „Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag. Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn