Nú sannast hið fornkveðna: kvótakerfið hefur ekkert með fiskvernd að gera Kjartan Sveinsson skrifar 22. júní 2024 15:01 Strandveiðifélag Íslands mótmælir harðlega áformum um kvótasetningu grásleppu. Tillögurnar eru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og koma til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Að baki kvótasetningu á grásleppu liggja engin rök sem lúta að: fiskifræði, enda eru engar áreiðanlegar aðferðir til stofnstærðarmælinga til, en það er þó ekkert sem bendir til þess að grásleppa sé ofveidd eða í nokkurri hættu. Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum byggðafestu, enda hefur kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum fyrirsjáanleika í greininni, enda væri framseljanleiki kvótans óþarfur ef svo væri nýliðun, enda hefur kvótasetning eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi. Yfirvofandi kvótasetning stjórnvalda síðustu ár hefur aftrað mönnum frá því að byrja á grásleppu vegna óvissunar sem stjórnvöld hafa skapað. Auk þess hafa aðilar með grásleppuleyfi og veiðireynslu haldið að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi, í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér hagræðingu, enda mun hið boðaða 1,5% kvótaþak (sem kemur þó til með að hækka ört á skömmum tíma) ekki nægja kröfum SFS um samþjöppun Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið. Það er því alveg ljóst að frumvarpið markar upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum. Fyrst skerða á atvinnufrelsi smábátasjómanna með þessum hætti verða stjórnvöld að grípa til mótvægisaðgerða og stækka strandveiðipottinn svo um munar. STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðifélag Íslands mótmælir harðlega áformum um kvótasetningu grásleppu. Tillögurnar eru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og koma til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Að baki kvótasetningu á grásleppu liggja engin rök sem lúta að: fiskifræði, enda eru engar áreiðanlegar aðferðir til stofnstærðarmælinga til, en það er þó ekkert sem bendir til þess að grásleppa sé ofveidd eða í nokkurri hættu. Aukin heldur hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið ekki viðkennt aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar við stofnmælingu grásleppu, enda ekki trúverðug aðferð að stofnmæla grásleppu með stórum togurum og botntrollum byggðafestu, enda hefur kvótasetning allra annarra tegunda leitt til linnulausrar blóðtöku úr brothættum byggðum fyrirsjáanleika í greininni, enda væri framseljanleiki kvótans óþarfur ef svo væri nýliðun, enda hefur kvótasetning eingöngu leitt til skerðingar á atvinnufrelsi. Yfirvofandi kvótasetning stjórnvalda síðustu ár hefur aftrað mönnum frá því að byrja á grásleppu vegna óvissunar sem stjórnvöld hafa skapað. Auk þess hafa aðilar með grásleppuleyfi og veiðireynslu haldið að sér höndum að selja báta og grásleppuleyfi, í von um að kvótasetning grásleppu færi þeim gríðarleg verðmæti til að selja eða leigja frá sér hagræðingu, enda mun hið boðaða 1,5% kvótaþak (sem kemur þó til með að hækka ört á skömmum tíma) ekki nægja kröfum SFS um samþjöppun Þessi þráhyggja einkavæðingarsinna um kvótasetningu grásleppu sýnir það og sannar sem allir vita: kvótakerfið hefur ekkert með verndun fiskistofna að gera. Markmiðið er að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og aðalsprautan í þessu sorgarferli, felur sig á bak við 1,5% kvótaþak sem sönnun þess að kvótinn muni ekki allur enda hjá stórútgerðinni. Það verður þó auðsótt mál, þegar grásleppan hefur verið geirnegld í kvóta, að hækka þakið. Við höfum áður séð þann trójuhest innan fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga. Nú þegar liggja fyrir áform um lagasetningu um að hækka kvótaþakið úr 12% í 15% af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Eftir situr að „hagræðing“ getur ekki talist til réttlætingar kvótasetningarinnar. Það er þó engin girðing fyrir aðila sem vilja fara í kringum kvótaþakið, að gera það með sama hætti og stórútgerðin, sem sagt að setja kvótann og bátana í nógu mörg félög og færa kvóta á milli innan fiskveiðiársins, sleppa þannig undan reglum um kvótaþakið. Það er því alveg ljóst að frumvarpið markar upphaf verksmiðjuveiða í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyrir nú sögunni til. Þegar menn fara hægt og bítandi að selja sig út vilja þeir væntanlega nota bátana sína í eitthvað annað og þá liggja strandveiðar beint við. Því má búast við töluverðri aukningu á sókn innan strandveiðikerfisins, sem nú þegar er löngu komið út að ystu þanmörkum. Fyrst skerða á atvinnufrelsi smábátasjómanna með þessum hætti verða stjórnvöld að grípa til mótvægisaðgerða og stækka strandveiðipottinn svo um munar. STÍ bíður spennt eftir tilkynningu þar að lútandi. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun