„Ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við“ Sverrir Mar Smárason skrifar 22. júní 2024 21:48 Fyrirliði KR, Theodór Elmar Bjarnason, jafnaði leikinn á 39. mínútu. Vísir/Anton Theodór Elmar, fyrirliði KR, var nokkuð sáttur með fengið stig á Víkingsvellinum þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Víking í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. „Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
„Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26