„Ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við“ Sverrir Mar Smárason skrifar 22. júní 2024 21:48 Fyrirliði KR, Theodór Elmar Bjarnason, jafnaði leikinn á 39. mínútu. Vísir/Anton Theodór Elmar, fyrirliði KR, var nokkuð sáttur með fengið stig á Víkingsvellinum þegar KR gerði 1-1 jafntefli við Víking í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. „Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
„Bara gríðarlega sterkt að koma í Fossvoginn og taka eitt stig. Þó ég hefði bara viljað stela þessu hér í lokin. Við spiluðum gríðarlega skipulagðan varnarleik, þurftum að stoppa ákveðna bæðingu hjá okkur og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þeir skora úr föstu leikatriði og þeir voru auðvitað mikið með boltann en það var leikplanið okkar. Eftir það sem á undan hefur gengið hjá okkur á þessari leiktíð og hvernig staðan er á okkur þá er gríðarlega sterkt að koma og taka til. Þeir tapa ekki mörgum stigum hér,“ sagði fyrirliði KR. Síðastliðin vika hjá KR hefur verið skrýtin. Tapa á Akranesi í miðri viku, Gregg Ryder stýrði æfingu daginn eftir en var svo látinn fara. Pálmi Rafn tók við og leikmenn þurftu að bregðast við. „Við stöndum bara allir saman. Góður maður og góður þjálfari sem missti starfið sitt því við náðum ekki að standa okkur á vellinum. Það er alltaf leiðinlegt þegar það gerist. Það koma frábærir menn inn í staðin. Bjarni og Pálmi eru meira en færir til þess að leiða þetta lið til sigurs og ég hef enga trú á öðru en að við snúum þessu gengi við,“ sagði Theodór. KR-inga byrjuðu leikinn illa og fengu mark á sig eftir sjö mínútur. Þeir spiluðu í nýju kerfi, 5-3-2, og Theodór Elmar í vinstri væng bakverði. „Mjög mikil hlaup enda fór ég útaf eftir klukkutíma. Ég spilaði leik fyrir fjórum dögum, 37 ára gamall, á erfiðum grasvelli. Þetta var þungt. Ég er bara sáttur við eigin frammistöðu og liðsins,“ sagði Theodór um nýja stöðu. Að lokum var Theodór Elmar spurður hvort hann væri bjartsýnn á framhaldið og svarið var einfalt. „Heldur betur.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Uppgjörið: KR sótti stig gegn Íslandsmeisturunum Íslands- og bikarmeistarar Víkings tóku á móti KR í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og sótti hann stig í greipar Íslandsmeistaranna í frumraun sinni. 22. júní 2024 21:26