Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 11:52 Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á Alþingi Íslendinga fyrir VG á árunum 2009 til 2021. Síðan hefur hún verið varaþingmaður fyrir flokkinn sem hún segir nú skilið við. Vísir/Vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira