Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 11:52 Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á Alþingi Íslendinga fyrir VG á árunum 2009 til 2021. Síðan hefur hún verið varaþingmaður fyrir flokkinn sem hún segir nú skilið við. Vísir/Vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira