Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:35 Lögregla greinir talsverða aukningu í stórfelldum líkamsárásum sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára fremja. Þær voru 69 talsins árið 2023, miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest. Getty Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna. Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna.
Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira