Nöturlegt fleti undir bryggju í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 19:25 Yfir loftlausri vindsæng undir bryggju í miðbæ Reykjavíkur hefur verið útbúið nokkurskonar þak úr plasti. Vísir/Margrét Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra. Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Um helgina deildi Stefán S. Jónsson færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá dapurlegum aðstæðum undir bryggju í Reykjavík. Svo virðist sem þar hafi einhver búið sér samastað og augljóst var að þar hafði einnig farið fram neysla fíkniefna. Í gærkvöldi var færslan uppfærð og greint var frá því að starfsfólk velferðarsviðs Reykjavíkurborgar myndi bregðast við. Þegar fréttastofa fór á staðinn í dag var enginn á ferli en aðstæðurnar þær sömu, líkt og sjá má í fréttinni hér að neðan. Áskorun að mæta þeim sem ekki vilja þiggja aðstoð Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir að reglulega sé brugðist við ábendingum um að fólk hafist við utandyra eða í ótryggum aðstæðum. „Þá fer vettvangshluti VOR-teymisins sem á staðinn og reynir að ná til einstaklingsins sem um ræðir, með það að markmiði að veita þjónustu. Þessi þjónusta er neyðarþjónusta sem er þá neyðargisting, samskipti við félagsráðgjafa eða viðeigandi heilbrigðisþjónusta eftir þörfum.“ Vísir/Hannes Þó séu ekki allir sem vilji þiggja aðstoð og það geti verið áskorun. „Það er bara mjög algengt að einstaklingar í þessum hópi séu búnir að missa traust á því kerfi sem hefur brugðist þeim í gríð og erg,“ segir Soffía. Við erum að tala um einstaklinga með langa áfallasögu að baki. Við þurfum líka að líta í eigin barm og sjá hvernig við mætum þeim en ekki hvernig þau mæta kerfinu. Í Reykjavík eru starfrækt þrjú neyðarskýli, tvö fyrir karlmenn og eitt fyrir konur. Soffía segir að því ætti enginn að þurfa að gista undandyra. Þá áréttar hún mikilvægi ábendinga frá almenningi. „Vettvangsþjónustan hjá okkur er með ákveðna staði sem við kíkjum reglulega á, bílakjallara og önnur opinber svæði. En við vitum auðvitað ekki um dvalarstaði eða aðstæður allra svo það er mjög mikilvægt að samfélagið í heild sinni komi ábendingum áleiðis ef grunur er um að einhver sé í ótryggum aðstæðum.“ Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Á staðnum var fjöldinn allur af notuðum sprautunálum.Vísir/Bjarni Er búið að bregðast við í þessu tiltekna tilviki? „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál, en við bregðumst alltaf við um leið og við fáum eitthvað. Það heyrir til algjörra undantekninga ef við náum ekki að bregðast við samdægurs,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg í málaflokki heimilislausra. Soffía segir algengt að einstaklingar í hópi heimilislausra séu búnir að missa traust á kerfinu.Vísir/Bjarni
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira