Efnin í skemmtiferðaskipinu falin í eldhúspottum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2024 11:57 Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um sex kíló af kókaíni og amfetamíni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í fölskum botni á eldhúspottum. Myndin er úr safni Vísir/Vilhelm Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Samkvæmt heimildum var ráðist í aðgerðir þann 24. apríl síðastliðinn þegar skemmtiferðaskip kom til landsins. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum. Amfetamín og kókaín fannst innan í fölskum botni pottanna. Á þriðja tug manna voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og framkvæmdar voru rúmlega þrjátíu leitir í umdæminu í tengslum við hana. Auk sex kílóa af amfetamíni og kókaíni var hald lagt á lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, meðal annars skammbyssu búna hljóðdeyfi. Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra sem var færður í afplánun vegna eldri dóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir sem sitja í gæsluvarðhaldi allt íslenskir karlmenn. Alls hafa átján stöðu sakbornings í málinu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Skemmtiferðaskip á Íslandi Sólheimajökulsmálið Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Samkvæmt heimildum var ráðist í aðgerðir þann 24. apríl síðastliðinn þegar skemmtiferðaskip kom til landsins. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum. Amfetamín og kókaín fannst innan í fölskum botni pottanna. Á þriðja tug manna voru handteknir í þágu rannsóknarinnar og framkvæmdar voru rúmlega þrjátíu leitir í umdæminu í tengslum við hana. Auk sex kílóa af amfetamíni og kókaíni var hald lagt á lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, meðal annars skammbyssu búna hljóðdeyfi. Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra sem var færður í afplánun vegna eldri dóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þeir sem sitja í gæsluvarðhaldi allt íslenskir karlmenn. Alls hafa átján stöðu sakbornings í málinu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Skemmtiferðaskip á Íslandi Sólheimajökulsmálið Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira