1969 Tómas A. Tómasson skrifar 25. júní 2024 12:00 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun