Skerðingargildra eldra fólks Viðar Eggertsson skrifar 25. júní 2024 18:02 Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun