Kæri Jón Kaldal Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. júní 2024 16:00 Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í gær, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Náttúruverndarsamtök spila mikilvægt hlutverk sem lýtur helst að því að veita aðhald og gagnrýna - ýta nálinni í rétta átt. Það er svo annars konar ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi eða embættismaður og standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem lýtur að því að setja lagaramma utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í atvinnugreininni. VG var vissulega í ríkisstjórn þegar fiskeldisfrumvarpið, sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson lagði fram, náði fram að ganga. Það var lagt upp með það að lögin yrðu endurskoðuð að fimm árum liðnum. Matvælaráðherra VG tók frumkvæði að því að styrkja faglegar stoðir lagareldis með skýrslu BCG og stefnumótun, vinna sem hefur m.a. undirstrikað mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu og sátt við náttúruna. Starfsfólk ráðuneytisins hefur síðan unnið ómælda vinnu við frumvarpið og þurft að sitja undir ómálefnalegri gagnrýni fyrir vikið. Það sem fylgir því að vera í embætti, hvort sem það er þingmaður eða innan ráðuneytis, er að vinna innan ákveðinna ramma sem krefst þess að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða, finna leiðir til að ná markmiðunum. Það er mikilvægt að halda því til haga að þrátt fyrir allt, þá er líka ýmislegt sem hægt er að vera sammála um. Við Jón erum nefnilega sammála um margt. Við erum til dæmis sammála um að það sé nauðsynlegt að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og að eldið verði í lokuðum kvíum. Frumvarpið innleiðir hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og nýta lokaðar kvíar. Í meðferð nefndarinnar á frumvarpinu var það sérstaklega skoðað hvort raunhæft væri að setja sólarlagsákvæði um frjóan fisk í opnum kvíum. Tæknin er á fleygiferð og ég er viss um að innan fárra ára verður það raunhæft að setja slíkt ákvæði. Annað sem við Jón erum sammála um er mikilvægi þess að huga að velferð dýra. Við erum sammála um að ástandið er ekki boðlegt, afföllin eru of há. Það er mjög áhugavert að Jón nefni Noreg í samhengi affalla innan sjókvíeldis, því þrátt fyrir að vísindamenn hafi vissulega óskað eftir því að norsk stjórnvöld skikki norsk eldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5% á ári (10% á kynslóð), þá eru Norðmenn einmitt ekki með viðurlög vegna affalla, þar sem framleiðsluheimildir eru skertar ef afföll fara yfir ákveðið mark líkt og kveðið var á um í frumvarpinu. Það er því skrítið að hampa Noregi fyrir það. Eru 20% afföll á kynslóð, eða 10% á ársgrundvelli, hátt? Já, það er of hátt. Hins vegar er hugmyndin sú að markmiðið sé hvati fyrir fyrirtækin í áttina að 10% markmiðinu, enda eru líka hvatar fyrir fyrirtæki þar sem afföllin eru undir 10%. Friðun fjarða fyrir sjókvíaeldi er annað sem við Jón hljótum að vera sammála um. Það er mikilvægt að vernda viðkvæm náttúrusvæði og tryggja að sjókvíaeldi hafi ekki neikvæð áhrif á þessi svæði. Smitvarnarsvæði eru loks eitthvað sem dregur rekstaraðila til ábyrgðar og gerir það að verkum að sjúkdómar og sníkjudýr berist ekki auðveldlega milli eldisstöðva. Þetta er mikilvægt skref í átt að betri heilsu eldisdýra og að minnka áhættuna fyrir villta laxastofna. Eftirlit með hlutfalli kynþroska fiska er líka eitthvað sem ekki er gert í samanburðarlöndum okkar og er mikilvægt að halda kynþroska í lágmarki. En ég er líklega að tala fyrir daufum eyrum hér. Og ég skil það – það er ekki hlutverk Jóns að sjá jákvæðar hliðar frumvarpsins og ég skil og ber virðingu fyrir hans hlutverki að vera gagnrýninn. Þrátt fyrir að ég sýni Jóni skilning hvað þetta varðar, vil ég leggja áherslu á að VG hefur unnið hörðum höndum að því að bæta umhverfis- og dýravelferðarmál tengd sjókvíaeldi, og mun alltaf berjast fyrir náttúruvernd og vernd lífríkis Íslands. Mikið af vandamálunum eru arfur frá fyrri stefnumótun (og skort þar á) sem við höfum verið að vinna að breyta með því að meðal annars undirbyggja faglegan grunn lagastoðarinnar. Það að benda á þetta lagalega tómarúm er ekki að skorast undan ábyrgð, en það er heldur ekki að taka ábyrgð að láta sér fallast hendur og gera ekki neitt þegar hin fullkomna lausn er ekki í augsýn. Að því leiti þykir mér það sérstakt að kalla það áfangasigur að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það er líklega sama hvernig frumvarpið hefði komið út úr nefnd að hans mati, þar sem niðurstaðan hefði ekki verið að banna sjókvíaeldi. Ég þakka þó Jóni fyrir hans umsagnir og vinnu og tek gjarnan samtalið og efast reyndar ekki um að við munum fá fleiri tækifæri til að ræða þessi mál, en frábið mér þó frekara samtal á vettvangi skoðana á Vísi. Höfundur er þingmaður VG og nefndarmaður í Atvinnuveganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Alþingi Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í gær, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Náttúruverndarsamtök spila mikilvægt hlutverk sem lýtur helst að því að veita aðhald og gagnrýna - ýta nálinni í rétta átt. Það er svo annars konar ábyrgð að vera kjörinn fulltrúi eða embættismaður og standa frammi fyrir viðamiklu verkefni sem lýtur að því að setja lagaramma utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í atvinnugreininni. VG var vissulega í ríkisstjórn þegar fiskeldisfrumvarpið, sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson lagði fram, náði fram að ganga. Það var lagt upp með það að lögin yrðu endurskoðuð að fimm árum liðnum. Matvælaráðherra VG tók frumkvæði að því að styrkja faglegar stoðir lagareldis með skýrslu BCG og stefnumótun, vinna sem hefur m.a. undirstrikað mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu og sátt við náttúruna. Starfsfólk ráðuneytisins hefur síðan unnið ómælda vinnu við frumvarpið og þurft að sitja undir ómálefnalegri gagnrýni fyrir vikið. Það sem fylgir því að vera í embætti, hvort sem það er þingmaður eða innan ráðuneytis, er að vinna innan ákveðinna ramma sem krefst þess að finna málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða, finna leiðir til að ná markmiðunum. Það er mikilvægt að halda því til haga að þrátt fyrir allt, þá er líka ýmislegt sem hægt er að vera sammála um. Við Jón erum nefnilega sammála um margt. Við erum til dæmis sammála um að það sé nauðsynlegt að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og að eldið verði í lokuðum kvíum. Frumvarpið innleiðir hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og nýta lokaðar kvíar. Í meðferð nefndarinnar á frumvarpinu var það sérstaklega skoðað hvort raunhæft væri að setja sólarlagsákvæði um frjóan fisk í opnum kvíum. Tæknin er á fleygiferð og ég er viss um að innan fárra ára verður það raunhæft að setja slíkt ákvæði. Annað sem við Jón erum sammála um er mikilvægi þess að huga að velferð dýra. Við erum sammála um að ástandið er ekki boðlegt, afföllin eru of há. Það er mjög áhugavert að Jón nefni Noreg í samhengi affalla innan sjókvíeldis, því þrátt fyrir að vísindamenn hafi vissulega óskað eftir því að norsk stjórnvöld skikki norsk eldisfyrirtæki til að koma afföllum undir 5% á ári (10% á kynslóð), þá eru Norðmenn einmitt ekki með viðurlög vegna affalla, þar sem framleiðsluheimildir eru skertar ef afföll fara yfir ákveðið mark líkt og kveðið var á um í frumvarpinu. Það er því skrítið að hampa Noregi fyrir það. Eru 20% afföll á kynslóð, eða 10% á ársgrundvelli, hátt? Já, það er of hátt. Hins vegar er hugmyndin sú að markmiðið sé hvati fyrir fyrirtækin í áttina að 10% markmiðinu, enda eru líka hvatar fyrir fyrirtæki þar sem afföllin eru undir 10%. Friðun fjarða fyrir sjókvíaeldi er annað sem við Jón hljótum að vera sammála um. Það er mikilvægt að vernda viðkvæm náttúrusvæði og tryggja að sjókvíaeldi hafi ekki neikvæð áhrif á þessi svæði. Smitvarnarsvæði eru loks eitthvað sem dregur rekstaraðila til ábyrgðar og gerir það að verkum að sjúkdómar og sníkjudýr berist ekki auðveldlega milli eldisstöðva. Þetta er mikilvægt skref í átt að betri heilsu eldisdýra og að minnka áhættuna fyrir villta laxastofna. Eftirlit með hlutfalli kynþroska fiska er líka eitthvað sem ekki er gert í samanburðarlöndum okkar og er mikilvægt að halda kynþroska í lágmarki. En ég er líklega að tala fyrir daufum eyrum hér. Og ég skil það – það er ekki hlutverk Jóns að sjá jákvæðar hliðar frumvarpsins og ég skil og ber virðingu fyrir hans hlutverki að vera gagnrýninn. Þrátt fyrir að ég sýni Jóni skilning hvað þetta varðar, vil ég leggja áherslu á að VG hefur unnið hörðum höndum að því að bæta umhverfis- og dýravelferðarmál tengd sjókvíaeldi, og mun alltaf berjast fyrir náttúruvernd og vernd lífríkis Íslands. Mikið af vandamálunum eru arfur frá fyrri stefnumótun (og skort þar á) sem við höfum verið að vinna að breyta með því að meðal annars undirbyggja faglegan grunn lagastoðarinnar. Það að benda á þetta lagalega tómarúm er ekki að skorast undan ábyrgð, en það er heldur ekki að taka ábyrgð að láta sér fallast hendur og gera ekki neitt þegar hin fullkomna lausn er ekki í augsýn. Að því leiti þykir mér það sérstakt að kalla það áfangasigur að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Það er líklega sama hvernig frumvarpið hefði komið út úr nefnd að hans mati, þar sem niðurstaðan hefði ekki verið að banna sjókvíaeldi. Ég þakka þó Jóni fyrir hans umsagnir og vinnu og tek gjarnan samtalið og efast reyndar ekki um að við munum fá fleiri tækifæri til að ræða þessi mál, en frábið mér þó frekara samtal á vettvangi skoðana á Vísi. Höfundur er þingmaður VG og nefndarmaður í Atvinnuveganefnd.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun