Rauðu djöflarnir kynntu Snapdragon til leiks í dag með myndbandi af dýrari gerðinni. Goðsögnin Eric Cantona var fenginn í kynningarmyndbandið þar sem farið var yfir sögu félagsins og tengingu þess við stuðningsfólk sitt.
This beautiful game is more than just numbers ⚽️
— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024
Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT
Ekki nóg með það heldur sýndi Sir Alex Ferguson einnig leiklistahæfileika sína í auglýsingunni. Helsti punktur myndbandsins er að það er ekki nafnið aftan á treyjunni sem skiptir öllu máli heldur það sem er framan á henni.
Snapdragon er tæknifyrirtæki sem framleiðir örgjörva í síma og önnur snjalltæki. The Athletic hefur kafað ofan í samning Snapdragon og Man United. Samningurinn er til þriggja ára en Snapdragon getur framlengt hann um tvö ár þegar þrjú ár eru liðin.
Inside Manchester United's three-year, $225m front-of-shirt deal with Snapdragon:
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 1, 2024
🔺 No penalty if #MUFC don't qualify for #UCL
🔺 Brand has option to extend for 2 more years
🔺 Charity can feature once per season
🔺 Will Old Trafford naming rights follow?
📝 @AdamCrafton_
Samningurinn hljóðar upp á 75 milljónir dala á ári og skiptir engu hvort karlalið félagsins komist í Meistaradeild Evrópu eður ei. Þá vill fyrirtækið bjóða kvennaliði Man United til Bandaríkjanna til að spila við San Diego Wave á Snapdragon-vellinum í Kaliforníu.
Karlaliðið spilaði við Wrexham á þeim velli á síðasta ári og mun spila við Real Betis frá Spáni þar í sumar þegar það undirbýr sig fyrir komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.