Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:33 Lögreglubílinn á grasinu við göngustíginn og góðkunningjarnir á rás eftir stígnum. Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira