Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 20:47 Gámur Landslagna áður en hann var fluttur á geymslusvæðið án hans vitundar. Aðsend Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Almar Gunnarsson pípulagningameistari er eigandi Landslagna ehf. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa geymt vinnuáhöld í fjörutíu feta gámi á einkalóð Landslagna við Fiskislóð í Reykjavík. Honum hafi brugðið í brún í dag þegar hann mætti á Fiskislóð og gámurinn verið á bak og burt. Síðar hafi hann komist að því að flutningaþjónustan ET hafi fengið beiðni frá ótilgreindum aðila um að flytja gáminn á geymslusvæði á Hólmsheiði. Almar hafi þá farið á svæðið, þar sem hann kom að gámnum tómum. Almar segir að verðmæti upp á tíu til fjórtán milljónir hafi verið í gámnum. „Þjófarnir hringdu bara í ET flutninga úr einhverjum svona burner-síma og báðu um flutning á gámnum. Og ET mætti á lóðina, tók gáminn, fór með hann upp eftir og hitti ekki einn né neinn. Svo var bara gámurinn tæmdur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við ET flutninga, þar sem hann fékk þær upplýsingar um að reikningur yrði sendur á smíðafyrirtæki staðsett á Akureyri vegna flutninganna. Það fyrirtæki kannist hins vegar ekkert við að hafa beðið um að flytja gám fyrir sunnan. Auðveldara en að panta pítsu „Ég er búinn að tala við tryggingafélagið mitt og þeir eru að skoða þetta. Ég er búinn að tala við lögmenn og þeir vilja meina að ET séu ábyrgir af því að það eru þeir sem flytja gáminn að beiðni þjófanna,“ segir Almar. „Og ET er einhvern veginn alveg sama. Ég hringdi í þá og þeir sögðu mér bara að tala við lögfræðing.“ Hann segir undarlegt og fyndið að auðveldara virðist að láta flytja gám frá einum stað til annars en að panta pítsu. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri ET flutninga vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Almar Gunnarsson pípulagningameistari er eigandi Landslagna ehf. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa geymt vinnuáhöld í fjörutíu feta gámi á einkalóð Landslagna við Fiskislóð í Reykjavík. Honum hafi brugðið í brún í dag þegar hann mætti á Fiskislóð og gámurinn verið á bak og burt. Síðar hafi hann komist að því að flutningaþjónustan ET hafi fengið beiðni frá ótilgreindum aðila um að flytja gáminn á geymslusvæði á Hólmsheiði. Almar hafi þá farið á svæðið, þar sem hann kom að gámnum tómum. Almar segir að verðmæti upp á tíu til fjórtán milljónir hafi verið í gámnum. „Þjófarnir hringdu bara í ET flutninga úr einhverjum svona burner-síma og báðu um flutning á gámnum. Og ET mætti á lóðina, tók gáminn, fór með hann upp eftir og hitti ekki einn né neinn. Svo var bara gámurinn tæmdur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við ET flutninga, þar sem hann fékk þær upplýsingar um að reikningur yrði sendur á smíðafyrirtæki staðsett á Akureyri vegna flutninganna. Það fyrirtæki kannist hins vegar ekkert við að hafa beðið um að flytja gám fyrir sunnan. Auðveldara en að panta pítsu „Ég er búinn að tala við tryggingafélagið mitt og þeir eru að skoða þetta. Ég er búinn að tala við lögmenn og þeir vilja meina að ET séu ábyrgir af því að það eru þeir sem flytja gáminn að beiðni þjófanna,“ segir Almar. „Og ET er einhvern veginn alveg sama. Ég hringdi í þá og þeir sögðu mér bara að tala við lögfræðing.“ Hann segir undarlegt og fyndið að auðveldara virðist að láta flytja gám frá einum stað til annars en að panta pítsu. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri ET flutninga vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira