Hik er sama og tap Ingólfur Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:01 Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi. Þessu hef ég aldrei haldið fram en aftur á móti bent á að ekki væri nægjanlegt að setjast niður við reiknivélar á vef ráðherraráðsins, skoða þar atkvæðavægi hvers ríkis og ríkjanna í heild og tölulega yfirburði þeirra gagnvart minni þjóðum. Á honum er að skilja að það sem þar komi fram væri eina raunhæfa viðmiðið og því lítið annað en tímaeyðsla að reyna nokkuð til að vinna hagsmunamálum smáþjóðar eins og Íslands fylgis innan samtakanna. Smæð okkar væri svo augljós að engu skipti hversu vasklega við berðumst þar fyrir okkar málum því þau yrðu alltaf borin atkvæðum samkvæmt lögmálum reiknivélarinnar. Auðvitað er slík vanmáttarkennd sorgleg því mörg dæmi eru um að minni þjóðirnar hafa tekið sig saman innan ESB og haft áhrif á niðurstöður. Það gerist með því að móta samstöðu fulltrúa þeirra, safna saman rökum og berjast fyrir þeim. Á þetta hef ég verið að leggja áherslu í málfutningi mínum ásamt því að við verðum virkir meðlimir í samtökunum en ekki með einhverskonar aukaaðild, húkandi áhrifalaus fram á göngum eins og niðursetningar. Hjala þar við reiknivélina góðu og játa sig svo sigraða fyrir fram með glæsibrag! Nú virðist það verða orðin sérstök íþrótt að leita logandi ljósi að málefnum sem stærri þjóðirnar náðu fram eins og Hjörtur hefur gert samviskusamlega í löngu máli í spjalli okkar. Auðvitað væri hægur vandi að telja upp önnur málefni sem minni þjóðirnar hafa knúið fram og sýna fram á að barátta þeirra hefur oft borið árangur. Nægir til dæmis að minnast þess þegar stóru þjóðirnar innan ESB lögðu til um árið að heilmikið styrkjakerfi yrði sett á stofn í sambandi við Covid en smærri þjóðirnar leist ekki á, sameinuðust um að vísa því frá og þær stærri urðu að láta í minni pokann. Þannig gerast nú kaupin á þeirri eyri sem við köllum ESB í daglegu tali og ekki á vísan að róa að treysta einasta á atkvæðavægið. Í fullkomnum heimi ríkir ekki ágreiningur, fátt um álitamál og allt liðast fram eins og í draumi. Þannig er nú lífið ekki í raun og því verður stundum að sætta sig við málamiðlanir, fá ekki allt sitt fram og una því sem ekki er hægt að breyta. Hitt er þó undrunarefni þegar minn ágæti viðmælandi segir lítið að byggja á reglum ESB um hlutfallslegan stöðugleika vegna þess að hægt er að breyta henni og jafnvel fella niður. Hún er nú samt í fullu gildi og ekki vitað til þess að breyting verði þar á. Reglan hefur hingað til verið höfð til viðmiðunar um framkvæmd fiskveiðistefnu bandalagsins og ótímabært að fullyrða að hún gufi upp og hræða þannig úr sér líftóruna. Af sjálfu leiðir að felli ESB umrædda reglu niður varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu gagnvart Íslandi þá er sjálfhætt því við viljum sjálf hafa stjórn á okkar fiskveiðum eins og mörg smærri ríki innan ESB gera í raun í dag. En að hafa ekki kjark til að ræða málið við ESB vegna þess að bandalagið gæti kannski og hugsanlega breytt reglugerðinni um hlutfallslegan stöðugleika verður vart skilgreind annað en töluvert mikil svartsýni eða jafnvel heigulsháttur. Ekki mikil reisn yfir slíkri framgöngu. Nú mætti ætla að allt þetta hik gagnvart því að taka fullan og eðlilegan þátt í hinu merkilega starfi innan ESB sæki styrk til þjóðarinnar; hún sé með böggum hildar yfir slíkri samvinnu og tortryggi allt sem frá ESB kemur. Nei, ekki kemur það heim og saman við þá staðreynd að glænýjar skoðankannanir hafa leitt í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á samningaviðræður um fulla aðild að ESB hið snarasta. Íslenska þjóðin veit sem er að hún mun sjálf hafa síðasta orðið um væntanlegan samning og vill losa málið úr þeim læðingi sem það er nú bundið í, ganga til samningaviðræðna með fullri reisn og djörfung fullvalda þjóðar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ingólfur Sverrisson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi. Þessu hef ég aldrei haldið fram en aftur á móti bent á að ekki væri nægjanlegt að setjast niður við reiknivélar á vef ráðherraráðsins, skoða þar atkvæðavægi hvers ríkis og ríkjanna í heild og tölulega yfirburði þeirra gagnvart minni þjóðum. Á honum er að skilja að það sem þar komi fram væri eina raunhæfa viðmiðið og því lítið annað en tímaeyðsla að reyna nokkuð til að vinna hagsmunamálum smáþjóðar eins og Íslands fylgis innan samtakanna. Smæð okkar væri svo augljós að engu skipti hversu vasklega við berðumst þar fyrir okkar málum því þau yrðu alltaf borin atkvæðum samkvæmt lögmálum reiknivélarinnar. Auðvitað er slík vanmáttarkennd sorgleg því mörg dæmi eru um að minni þjóðirnar hafa tekið sig saman innan ESB og haft áhrif á niðurstöður. Það gerist með því að móta samstöðu fulltrúa þeirra, safna saman rökum og berjast fyrir þeim. Á þetta hef ég verið að leggja áherslu í málfutningi mínum ásamt því að við verðum virkir meðlimir í samtökunum en ekki með einhverskonar aukaaðild, húkandi áhrifalaus fram á göngum eins og niðursetningar. Hjala þar við reiknivélina góðu og játa sig svo sigraða fyrir fram með glæsibrag! Nú virðist það verða orðin sérstök íþrótt að leita logandi ljósi að málefnum sem stærri þjóðirnar náðu fram eins og Hjörtur hefur gert samviskusamlega í löngu máli í spjalli okkar. Auðvitað væri hægur vandi að telja upp önnur málefni sem minni þjóðirnar hafa knúið fram og sýna fram á að barátta þeirra hefur oft borið árangur. Nægir til dæmis að minnast þess þegar stóru þjóðirnar innan ESB lögðu til um árið að heilmikið styrkjakerfi yrði sett á stofn í sambandi við Covid en smærri þjóðirnar leist ekki á, sameinuðust um að vísa því frá og þær stærri urðu að láta í minni pokann. Þannig gerast nú kaupin á þeirri eyri sem við köllum ESB í daglegu tali og ekki á vísan að róa að treysta einasta á atkvæðavægið. Í fullkomnum heimi ríkir ekki ágreiningur, fátt um álitamál og allt liðast fram eins og í draumi. Þannig er nú lífið ekki í raun og því verður stundum að sætta sig við málamiðlanir, fá ekki allt sitt fram og una því sem ekki er hægt að breyta. Hitt er þó undrunarefni þegar minn ágæti viðmælandi segir lítið að byggja á reglum ESB um hlutfallslegan stöðugleika vegna þess að hægt er að breyta henni og jafnvel fella niður. Hún er nú samt í fullu gildi og ekki vitað til þess að breyting verði þar á. Reglan hefur hingað til verið höfð til viðmiðunar um framkvæmd fiskveiðistefnu bandalagsins og ótímabært að fullyrða að hún gufi upp og hræða þannig úr sér líftóruna. Af sjálfu leiðir að felli ESB umrædda reglu niður varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu gagnvart Íslandi þá er sjálfhætt því við viljum sjálf hafa stjórn á okkar fiskveiðum eins og mörg smærri ríki innan ESB gera í raun í dag. En að hafa ekki kjark til að ræða málið við ESB vegna þess að bandalagið gæti kannski og hugsanlega breytt reglugerðinni um hlutfallslegan stöðugleika verður vart skilgreind annað en töluvert mikil svartsýni eða jafnvel heigulsháttur. Ekki mikil reisn yfir slíkri framgöngu. Nú mætti ætla að allt þetta hik gagnvart því að taka fullan og eðlilegan þátt í hinu merkilega starfi innan ESB sæki styrk til þjóðarinnar; hún sé með böggum hildar yfir slíkri samvinnu og tortryggi allt sem frá ESB kemur. Nei, ekki kemur það heim og saman við þá staðreynd að glænýjar skoðankannanir hafa leitt í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á samningaviðræður um fulla aðild að ESB hið snarasta. Íslenska þjóðin veit sem er að hún mun sjálf hafa síðasta orðið um væntanlegan samning og vill losa málið úr þeim læðingi sem það er nú bundið í, ganga til samningaviðræðna með fullri reisn og djörfung fullvalda þjóðar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun