Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og rann í kjölfarið samningur Jóhanns út. Nú hefur félagið staðfest að miðjumaðurinn öflugi hafi skrifað undir nýjan samning.
Guess who's back? ❄️ pic.twitter.com/wBR8oI7xXT
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) July 6, 2024
Hinn 33 ára gamli Jóhann Berg segir í viðtali á vefsíðu Burnley að hann vilji hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu.
Jóhann Berg gekk í raðir Burnley árið 2016. Alls hefur hann spilað 227 leiki fyrir félagið, skorað 14 mörk og gefið 30 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 93 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 8 mörk.