Jon Landau er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 10:46 Jon (t.v) var heiðraður ásamt samstarfsfélaga sínum David Cameron í sérstakri athöfn í kínverska kvikmyndahúsinu í Los Angeles. EPA/Caroline Brehman Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Alan Bergman, stjórnarformaður afþreyingardeildar Disney, kunngerði um andlát hans í tilkynningu sem gefin var út í gær. Engin dánarorsök var gefin upp. „Jon var hugsjónamaður sem hafði ótrúlega hæfileika og ástríðu sem blésu lífi í ógleymanlegar sögur á hvíta tjaldinu. Ómetanlegu framlög hans í þágu kvikmyndaiðnaðarins hafa markað óafmáanleg spor og hans verður sárt saknað. Hann var tímamótaframleiðandi og átti farsælan feril en þeim mun betri manneskja og sannkallað náttúruafl sem veitti öllum í kringum hann innblástur,“ segir Alan. Jon Landau framleiddi meðal mannars myndina Titanic árið 1997 sem var þá arðbærasta mynd sögunnar. Það met hefur hann þó slegið tvisvar síðan. Fyrst með myndinni Avatar undir leikstjórn Davids Cameron árið 2009 og svo framhaldsmyndinni Avatar: The Way of Water árið 2022. Ferill Landau hófst í níunni þegar hann starfaði sem framleiðslustjóri. Hann var fljótur upp metorðastigann og varð svo framleiðandi Titanic árið 1997. Þetta samvinnuverkefni Landau og Cameron var tilnefnt til fjórtán Óskarsverðlauna og hreppti ellefu, þeirra á meðal fyrir bestu kvikmynd. „Ég kann ekki að leika og ég kann ekki að semja tónlist og ég kann ekki að gera tæknibrellur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég framleiði,“ sagði Landau þegar hann tók við virtustu verðlaunum kvikmyndabransans ásamt Cameron. Jon Landau fæddist í New York árið 1960 og var sonur tveggja kvikmyndafrmaleiðenda, þeirra Ely og Edie Landau. Jon lætur eftir sig eiginkonu til fjögurra áratuga og tvo syni þeirra.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira