Reiknar með því að hinn fjörutíu og tveggja ára Hlynur troði á komandi tímabili Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2024 09:01 Baldur Þór er að halda inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann reiknar með því að geta reitt sig á krafta reynsluboltans Hlyns Bæringssonar innan vallar. Vísir/Samsett mynd Baldur Þór Ragnarsson er nýr þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Eftir nokkur ár í þýska boltanum snýr hann heim til Íslands, reynslunni ríkari og setur markið hátt. Stjörnumenn hafa verið duglegir að bæta við leikmannahóp sinn og þá reiknar Baldur með því að reynsluboltinn Hlynur Bæringsson reimi einnig á sig körfuboltaskóna á næsta tímabili. „Bara tilhlökkun sem fylgir því,“ segir Baldur Þór aðspurður hvernig það er fyrir sig að snúa aftur í íslenska boltann sem þjálfari en þjálfaði síðast lið Tindastóls hér á landi áður en leið hans lá út til Þýskalands. „Íslenski boltinn er skemmtilegur. Þetta er hörku deild, mjög jöfn, skemmtileg og mörg góð lið. Ég er bara spenntur.“ Þá hefur hann geta fylgst með framvindu mála hér heima í efstu deild frá Þýskalandi. „Það hentaði mér mjög vel að horfa á leiki deildarinnar þegar að ég var úti í Þýskalandi. Ég kláraði æfingu með mínu liði þar, svo fór maður heim og borðaði kvöldmat, settist í sófann og þá voru oftar en ekki leikirnir að hefjast í Subway deildinni á fimmtudögum og föstudögum. Maður tók þetta og gat meira að segja horft á körfuboltakvöld líka án þess að fá í taugarnar vegna sérfræðinganna í settinu.“ Í viðtali á Vísi í mars fyrr á þessu ári opnaði Baldur, sem var þá þjálfari hjá Ratiopharm Ulm, á endurkomu í íslenska boltann. Ljóst var að hann myndi þykja fýsilegur kostur fyrir mörg lið hér heima en var Stjarnan eina liðið í myndinni? „Í sjálfu sér var ég líka mikið í því að skoða erlendan markað. Sjá hvort það kæmi eitthvað upp þar. Stjarnan talaði hins vegar við mig mjög snemma. Samningaviðræður gengu mjög vel. Það voru því aldrei viðræður við önnur lið sem ég fór í hér á Íslandi fyrir utan Stjörnuna.“ Hann segist vera að taka við góðu búi frá Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi þjálfara liðsins. Arnar Guðjónsson þjálfaði bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar en hann hefur nú tekið við starfi hjá KKÍ.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Arnar hefur verið að þjálfa leikmennina sem eru að koma upp í starfi Stjörnunnar. Þeir kunna körfubolta. Auðvitað var árangurinn á síðasta tímabili ekki eins og menn hér vilja hafa hann. Við erum búnir að fara í breytingar á leikmannahópnum fyrir næstkomandi tímabil og ætlum okkur að gera betur en að enda í níunda sæti. Það er alveg á hreinu. Arnar hefur gert mjög vel hérna hjá Stjörnunni síðastliðin sex ár. Liðið er búið að vinna bikarmeistaratitla og klúbburinn er vel drillaður frá yngri flokkum og upp úr. Duglegir á markaðnum Kröfurnar í Garðabænum eru miklar og markið sett hátt. Enda mannskapurinn góður fyrir góður og þá hafa öflugir leikmenn á borð við Hilmar Árna Henningsson, Orra Gunnarsson og Bjarna Guðmann Jónsson að snúa aftur heim eftir að hafa spilað erlendis. „Þeir gefa gæði,“ segir Baldur um nýju leikmenn Stjörnunnar. „Orri er frábær skytta sem getur skorað með lítið pláss í kringum sig. Hann er góður á báðum endum vallarins. Það sama gildir um Hilmar. Hann er mjög fjölhæfur vængur sem getur skorað á öllum stigum. Hann er með hæð og áræðni sem nýtist okkur varnarlega. Báðir geta verið hluti af liði sem ýtir undir sigra. Svo fengum við Bjarna Guðmann líka sem er svona mini útgáfa af Hlyni Bæringssyni. Baráttuhundur sem getur dekkað margar stöður. Skotið boltanum. Leikmaður sem er að koma úr háskólaboltanum. Þeir eru að fara styrkja okkur þessir leikmenn. Bara alveg klárlega.“ Ferð inn í þessa deild til að vinna hana Milli tímabila undanfarin tvö ár hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort að hinn fjörutíu og tveggja ára gamli Hlynur Bæringsson, reynslumesti leikmaður Stjörnuliðsins og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður haldi áfram að spila. Baldur Þór reiknar með honum á næsta tímabili. „Hann mun svara þessu á endanum sjálfur. Ég var að klára æfingu og hann var á æfingunni. Ég reikna með að hann sé að fara troða næsta vetur.“ Hlynur Bæringsson í baráttunni við varnarmenn Vals á síðasta tímabiliVísir/Bára Dröfn Vel mannaðir vilja Stjörnumenn gera atlögu að toppnum. „Ef þú ert með þrjá til fjóra landsliðsmenn í liðinu og færð svo að semja við erlendan leikmann með gæði, þá náttúrulega ferð þú inn í þessa deild til að vinna hana. Þetta er náttúrulega bara mjög erfið deild. Það eru mörg önnur lið líka með markið hátt. Í deildinni í fyrra voru um níu til tíu lið sem ætluðu að vinna titilinn.“ Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson er á mála hjá Stjörnunnivísir / anton brink „Það er náttúrulega bara það sem gerir deildina skemmtilega og því mjög mikilvægt að við séum á sömu blaðsíðu sóknar- og varnarlega og að tengingin milli leikmanna sé góð svo við náum að hámarka það sem að við getum fengið út úr okkar leikmönnum. Þá eru okkur allir vegir færir.“ Eftir nokkur ár erlendis spyr maður sig. Erum við að fara sjá aðra útgáfu af þjálfaranum Baldri Þór en við sáum áður en þú hélst út? „Bara aðeins reynslumeiri útgáfa. Ég kom ungur að árum snemma inn í þetta. Er núna kominn með fleiri ár undir beltið. Auðvitað læri ég fleiri hluti á hverju ári. Búinn með tímabil úti þar sem að ég lærði eitt og annað. Það koma einhverjir nýir hlutir en svo heldur maður í einhverja flotta hluti sem maður lærði áður fyrr og nýtir áfram.“ Stjarnan Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
„Bara tilhlökkun sem fylgir því,“ segir Baldur Þór aðspurður hvernig það er fyrir sig að snúa aftur í íslenska boltann sem þjálfari en þjálfaði síðast lið Tindastóls hér á landi áður en leið hans lá út til Þýskalands. „Íslenski boltinn er skemmtilegur. Þetta er hörku deild, mjög jöfn, skemmtileg og mörg góð lið. Ég er bara spenntur.“ Þá hefur hann geta fylgst með framvindu mála hér heima í efstu deild frá Þýskalandi. „Það hentaði mér mjög vel að horfa á leiki deildarinnar þegar að ég var úti í Þýskalandi. Ég kláraði æfingu með mínu liði þar, svo fór maður heim og borðaði kvöldmat, settist í sófann og þá voru oftar en ekki leikirnir að hefjast í Subway deildinni á fimmtudögum og föstudögum. Maður tók þetta og gat meira að segja horft á körfuboltakvöld líka án þess að fá í taugarnar vegna sérfræðinganna í settinu.“ Í viðtali á Vísi í mars fyrr á þessu ári opnaði Baldur, sem var þá þjálfari hjá Ratiopharm Ulm, á endurkomu í íslenska boltann. Ljóst var að hann myndi þykja fýsilegur kostur fyrir mörg lið hér heima en var Stjarnan eina liðið í myndinni? „Í sjálfu sér var ég líka mikið í því að skoða erlendan markað. Sjá hvort það kæmi eitthvað upp þar. Stjarnan talaði hins vegar við mig mjög snemma. Samningaviðræður gengu mjög vel. Það voru því aldrei viðræður við önnur lið sem ég fór í hér á Íslandi fyrir utan Stjörnuna.“ Hann segist vera að taka við góðu búi frá Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi þjálfara liðsins. Arnar Guðjónsson þjálfaði bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar en hann hefur nú tekið við starfi hjá KKÍ.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Arnar hefur verið að þjálfa leikmennina sem eru að koma upp í starfi Stjörnunnar. Þeir kunna körfubolta. Auðvitað var árangurinn á síðasta tímabili ekki eins og menn hér vilja hafa hann. Við erum búnir að fara í breytingar á leikmannahópnum fyrir næstkomandi tímabil og ætlum okkur að gera betur en að enda í níunda sæti. Það er alveg á hreinu. Arnar hefur gert mjög vel hérna hjá Stjörnunni síðastliðin sex ár. Liðið er búið að vinna bikarmeistaratitla og klúbburinn er vel drillaður frá yngri flokkum og upp úr. Duglegir á markaðnum Kröfurnar í Garðabænum eru miklar og markið sett hátt. Enda mannskapurinn góður fyrir góður og þá hafa öflugir leikmenn á borð við Hilmar Árna Henningsson, Orra Gunnarsson og Bjarna Guðmann Jónsson að snúa aftur heim eftir að hafa spilað erlendis. „Þeir gefa gæði,“ segir Baldur um nýju leikmenn Stjörnunnar. „Orri er frábær skytta sem getur skorað með lítið pláss í kringum sig. Hann er góður á báðum endum vallarins. Það sama gildir um Hilmar. Hann er mjög fjölhæfur vængur sem getur skorað á öllum stigum. Hann er með hæð og áræðni sem nýtist okkur varnarlega. Báðir geta verið hluti af liði sem ýtir undir sigra. Svo fengum við Bjarna Guðmann líka sem er svona mini útgáfa af Hlyni Bæringssyni. Baráttuhundur sem getur dekkað margar stöður. Skotið boltanum. Leikmaður sem er að koma úr háskólaboltanum. Þeir eru að fara styrkja okkur þessir leikmenn. Bara alveg klárlega.“ Ferð inn í þessa deild til að vinna hana Milli tímabila undanfarin tvö ár hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort að hinn fjörutíu og tveggja ára gamli Hlynur Bæringsson, reynslumesti leikmaður Stjörnuliðsins og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður haldi áfram að spila. Baldur Þór reiknar með honum á næsta tímabili. „Hann mun svara þessu á endanum sjálfur. Ég var að klára æfingu og hann var á æfingunni. Ég reikna með að hann sé að fara troða næsta vetur.“ Hlynur Bæringsson í baráttunni við varnarmenn Vals á síðasta tímabiliVísir/Bára Dröfn Vel mannaðir vilja Stjörnumenn gera atlögu að toppnum. „Ef þú ert með þrjá til fjóra landsliðsmenn í liðinu og færð svo að semja við erlendan leikmann með gæði, þá náttúrulega ferð þú inn í þessa deild til að vinna hana. Þetta er náttúrulega bara mjög erfið deild. Það eru mörg önnur lið líka með markið hátt. Í deildinni í fyrra voru um níu til tíu lið sem ætluðu að vinna titilinn.“ Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson er á mála hjá Stjörnunnivísir / anton brink „Það er náttúrulega bara það sem gerir deildina skemmtilega og því mjög mikilvægt að við séum á sömu blaðsíðu sóknar- og varnarlega og að tengingin milli leikmanna sé góð svo við náum að hámarka það sem að við getum fengið út úr okkar leikmönnum. Þá eru okkur allir vegir færir.“ Eftir nokkur ár erlendis spyr maður sig. Erum við að fara sjá aðra útgáfu af þjálfaranum Baldri Þór en við sáum áður en þú hélst út? „Bara aðeins reynslumeiri útgáfa. Ég kom ungur að árum snemma inn í þetta. Er núna kominn með fleiri ár undir beltið. Auðvitað læri ég fleiri hluti á hverju ári. Búinn með tímabil úti þar sem að ég lærði eitt og annað. Það koma einhverjir nýir hlutir en svo heldur maður í einhverja flotta hluti sem maður lærði áður fyrr og nýtir áfram.“
Stjarnan Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira