Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 10:23 Krabbameinstilfellum mun fjölga en fleiri munu læknast eða lifa með meinið. Stöð 2 Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira