Myndskeið af flugi loftbelgs yfir Rangárvöllum í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2024 14:29 Loftbelgurinn á flugi norðan við byggðina á Hellu snemma í morgun. Sveinbjörn Darri Matthíasson Fyrsta loftbelgsflugið yfir Rangárvöllum í morgun stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund og tókst að óskum. Ljósmyndir og myndskeið úr flugferðinni frá Flugmálafélagi Íslands fylgja þessari frétt. Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30