Mikilvægi samkeppni Breki Karlsson skrifar 9. júlí 2024 14:31 Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun