Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 23:21 Bandaríkjaforseti flutti ræðu í tilefni af 75 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. EPA/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu. NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu.
NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26