Fótbolti

Írar misspenntir fyrir Heimi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Conor McGregor kemur við sögu í gríni sem gert er að ráðningu Heimis.
Conor McGregor kemur við sögu í gríni sem gert er að ráðningu Heimis. Samsett

Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því.

231 dagur er síðan írska knattspyrnusambandið sagði Stephen Kenny, fyrrum landsliðsþjálfara, upp störfum. John O'Shea hefur verið þjálfari liðsins til bráðabirgða við fínan orðstír en margir segja illa að honum vegið.

Yfir 300 svör hafa verið hengd við tilkynningu írska knattspyrnusambandsins á ráðningu Heimis á samfélagsmiðlinum X. Þar virðist afar vinsælt að hengja við frægt GIF af bardagamanninum Conor McGregor þar sem hann segir: „Hver í fjáranum er þetta?“

Virðast Írar því þekkja misvel til landsliðsþjálfara okkar Íslendinga, fyrrverandi.

Tannlæknabrandararnir eru þá nokkrir.

Einhverjir muna þó vel eftir sigri Íslands á Englandi undir stjórn Heimis á EM 2016. Sælla minninga.

Þá fékk Wikipediu-síða Heimis að finna fyrir því. Þar gerði einhver brandarakall grín að því hversu langan tíma hefði tekið að finna arftaka fyrri þjálfara, Stephen Kenny.

„231 degi eftir að Stephen Kenny var sagt upp störfum og í kjölfar þess að hafa fengið yfir 400 manns og þrjá ketti í starfsviðtal tilkynnti FAI um ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem þjálfara írska karlalandsliðsins. Kettirnir eru sagðir pirraðir yfir ferlinu,“ sagði á Wikipediu-síðu Heimis.

Wikipedia síða Heimis var á þennan veg um stutta stund, en hefur síðan verið uppfærð.Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×