Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 11:24 Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Landspítalinn hefur nú lýst því yfir, í bréfi til lögmanns ekkju hans, að spítalinn geti ekki borið ábyrgð á plastbarkaígræðslunni, né heldur Tómas Guðbjartsson læknir. Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins. Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins.
Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54
Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41