Gullverðlaun í mengun Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 11. júlí 2024 21:31 Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar