Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. júlí 2024 15:08 Óskar Steinn er allt annað en sáttur við framvindu mála hjá Hafnarfjarðarbæ, og segir bæinn ekki geta afturkallað ráðningu hans án nokkurra eftirmála. Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“ Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira